Jólin okkar

Mér finnst alltaf ađ nýafstađin jól hafi veriđ ţau bestu sem ég hef upplifađ! Jólin 2005 eru ţar engin undantekning! Viđ á Bárugötunni höfum í ţađ minnsta haft ţađ einstaklega gott. Viđ höfum dáđst ađ öllu fallega skrautinu okkar, borđađ gómsćtan jólamat, opnađ fallegar gjafir  og notiđ ţess ađ vera saman ... eins og eftirfarandi myndir bera međ sér!

Ađfangadagsmorgunn

Á ađfangadagsmorgun stóđ tréđ okkar fagurlega skreytt í stofunni. Ţetta áriđ fengum viđ örlítinn smjörţef af ţeirri jólatrjáadramatík sem stundum berast fregnir af skömmu fyrir hátíđirnar. Til ađ gera langa sögu stutta ţá áttum viđ um tíma tvö jólatré, ţađ sem sést á myndinni og annađ ţriggja metra hátt! Okkur tókst líka ađ heimsćkja nokkrar af jólatréssölum höfuđborgarsvćđisins og ég get fullyrt ađ viđ sáum alveg pottţétt öll skrýtnustu trén sem voru í bođi ţetta áriđ! En allt er gott sem endar vel og jólatréssagan okkar endađi svo sannarlega vel eins og sjá má!

Ég set allt fínasta skrautiđ mitt í ţennan glugga. Óróarnir og litla tré jólatréđ međ kertunum eru í sérstöku uppáhaldi ... eins og ég hef víst sagt ykkur áđur.

Í ár var bryddađ upp á nýjung í jólakortauppsetningu. Í stađinn fyrir ađ stilla ţeim upp á skenkinn á myndinni voru ţau hengd á ţar tilgerđa snúru yfir honum. Einföld, ţćgileg og umfram allt smekkleg lausn!

Tveir amaryllisar stóđu í fullum blóma á hillunni inni í stofu og glöddu hjörtun!

Í ár var ekki mikiđ af nýju skrauti á trénu en ţó var ađ finna fjóra svona litla, rauđa kólibrífugla sem rétt tylltu sér á greinarnar ...

... og ţessa unađsfögru Jesú-og-Maríu-kúlu.

Heimatilbúna jólahúsiđ okkar var á sínum stađ í eldhúsglugganum. Yfir hátíđirnar breytist litla inni-gróđurhúsiđ okkar sem vanalega hýsir kryddjurtir í fjárhús í Betlehem.

Litlu stytturnar af Maríu, Jósep og Jesúbarninu gaf Einar mér fyrstu jólin eftir ađ viđ byrjuđum ađ búa saman. Kindur, kanínur, nautgripir og annar búfénađur er fenginn ađ láni úr mögnuđu safni barnanna af litlum plastdýrum. Mig hefur oft langađ til ađ poppa ţetta ađeins upp og setja jafnvel krókódíla, hákarla og flóđhesta inn í fjárhúsiđ líka ... en einhvern veginn sigrar íhaldsmađurinn í mér alltaf!

Ađfangadagskvöld

Líkt og undanfarin ár komu mamma og Elli til okkar rétt um sexleytiđ á ađfangadagskvöld. Saman snćddum viđ dýrindis hamborgarhrygg og hlustuđum á messuna (ađ ţessu sinni söng ég nefninlega ekki messu klukkan sex sjálf en vildi ekki fyrir nokkurn mun missa af Hallelúja séra Bjarna!). Myndavélin var reyndar eitthvađ vitlaust stillt ţarna í upphafi kvöldsins og ţví eru flestar fyrstu myndirnar dálítiđ skrýtnar ...

... eins og sjá má!

Maturinn bragđađist frábćrlega vel og voru öll veisluföng eins og best verđur á kosiđ!

Á međan biđu pakkarnir sallarólegir undir trénu (gjafaflóđiđ teygđi sig reyndar langt undan trénu, međfram öllum bókahillunum, upp í hillurnar og nokkrar sátu ofan á ţeim líka!).

María var sćl og glöđ međan gengiđ var frá eftir matinn og möndlugrauturinn undirbúinn.

Hugi las í blöđunum ... eins og svo oft áđur!

Sest niđur međ Ris á l'amande og ţá von í hjarta ađ mandlan leynist í eigin skál!

Huga fannst möndlugrauturinn afar góđur!

  

En ţađ var heimasćtan María sem fékk möndluna ađ ţessu sinni ... og hlaut ađ launum ţennan krúttlega unga!

Eftir grautinn fluttum viđ okkur inn í stofu og börnin settust niđur viđ pakkaflóđiđ, spennt og kát!

Í ţetta sinn höfđu María og Hugi bćđi náđ góđum tökum á ţví hvernig ţetta virkar međ ađ lesa á pakkana og flokka ţá (í fyrra var Hugi enn í ţví ađ taka bara einhvern pakka einhvers stađar frá og smella í einhverja vel valda hrúgu!). Ţau báru hverja gjöfina á fćtur annarri til ömmu sem las á og voru bćđi prúđ og kát á međan á ţessu stóđ.

Jólabörn međ jólagjafir!

Og svo var byrjađ ađ opna. Upp úr sínum fyrsta pakka dró Elli ţetta forláta listaverk sem vinur hans hafđi málađ handa honum. Viđ hin öfunduđum hann mjög og dáđumst ađ gyllta blöđrukettinum í fríi á sólarströnd!

Elli gaf mömmu sinni hins vegar ţenna forláta jakka og sló í gegn!

En Elli gaf ekki bara jakka, hann fékk líka jakka!

María tekur utan af gjöfinni frá ömmu sinni sem var lítill, sćt dúkka sem hlaut nafniđ Matta síđar um kvöldiđ.

Amma, Matta og María!

Hugi fékk líka margt fallegt, međal annars ţennan fína kastala frá foreldrum sínum ...

... sem hann skođađi í bak og fyrir!

   

Hann fékk líka ţetta fína sjórćningjaskip frá ömmu sinni sem hlaut jafnmikla ađdáun!

Elli byrjađur ađ opna pakkalega pakkann!

Eftir ađ allar gjafir höfđu veriđ opnađ ţurfti Bárugötumamman ađ fara ađ syngja í miđnćturmessu og Bakkastađamamman ákvađ ađ fylgja henni ţangađ. Bakkastađasonurinn brá sér í heimsókn út í bć og ţví var Bárugötupabbinn einn eftir međ Bárugötubörnunum sem áttu ađ fara ađ sofa. Rétt áđur en kom ađ ţví ađ lesa fyrir Maríu hringdi síminn og pabbinn stökk fram og spjallađi stutta stund viđ bróđur sinn. Ţegar hann sneri aftur í barnaherbergiđ var ljóst ađ María var ekki lengur í leshćfu ástandi!

  

Ţreyttir ljúflingar eftir skemmtilgt ađfangadagskvöld!

Ţegar ég kom heim úr messu setti ég saman ţetta dásamlega fallega jólaskraut sem amma mín gaf mér. Rauđa jólatréđ stendur á spiladós sem snýr ţví ţegar lítill pinni er dreginn út. Mér finnst ţetta fallegasta jólaskraut í öllum heiminum!

Jóladagur

Feđgarnir byrjuđu jóladag á ţví ađ setja sjórćningjaskipiđ hans Huga saman.

Hugi gaf sér ţó ađ sjálfsögđu tíma til ađ líta ađeins í blöđin líka og skođa bíómyndaauglýsingarnar sívinsćlu. Núna er ţađ stórmyndin „Ting Komm“ sem á hug hans allan fyrir utan náttúrulega Harry Potter og Eldbikarinn sem hefur trónađ ofarlega á vinsćldarlistanum undanfarnar vikur!

Eftir hádegiđ var fariđ í árlegt jólabođ til ömmu á Sóló. Hér stilla frćnkurnar Jódís og María sér upp ásamt mćđgunum Áslaugu og Gunndísi. Hrappur ţvćlist í kringum ţćr.

  

Hugi var sérstaklega prúđur ţegar kom ađ öllu borđhaldi yfir hátíđirnar en heimtađi ađ fá ađ skera sitt kjöt sjálfur!!! Hann verđur líka fjögurra ára eftir nokkra daga og er ţví algjörlega vaxinn upp úr ţví ađ láta brytja ofan í sig eins og eitthvađ smábarn!

Ţađ er tćpt á ţví ađ stórfjölskyldan komist enn viđ veisluborđiđ hennar ömmu! En ţröngt mega sáttir sitja og án mikilla vandrćđa geta allir notiđ jólahangikjötsins (og uppstúfsins hennar ömmu sem er sá besti í heimi)!

 

Amma röltir í kringum borđiđ í hlutverki hangikjötslöggunnar sem sér til ţess ađ allir hafi nóg ađ bíta og brenna á jólunum! Ţađ gengur illa ađ fá hana sjálfa til ađ setjast ađ snćđingi!

Gísli mátar Möttu dúkku og kveđur upp úrskurđ: Hún er svipađ stór og Gunndís frćnka ţegar hún fćddist (á 26. viku međgöngu)!

Elli og amma viđ veisluborđiđ.

Mćđgurnar í jólabođi! Frá ţví jólakortamyndin var tekin af ţeim systkinum stendur María í ţeirri bjargföstu trú ađ rétta leiđin til ađ stilla sér upp á hvađa jólamynd sem er sé ađ setja sig í englastellingar međ spenntar greipar eđa lófana saman ...

... eins og sést međal annars á ţessari mynd! Hugi er ekki alveg jafnenglalegur ţarna í baksýn!

Tvćr kynslóđir mćtast!

Frćnkur og vinkonur!

Og hér hefur enn ein frćnkan bćst í hópinn: Ragnheiđur, Guđrún og Jódís.

Kári Halldór og Gunndís Ásta.

Pálu var neitađ um meira kex í eldhúsinu en brá ţá á ţađ ráđ ađ sćkja afa sinn í von um ađ hann reyndist eftirgefanlegri! Ţađ er alveg hćgt ađ vera útsjónarsamur ţó mađur kunni ekki ađ segja mörg orđ! Hér dáist Jenný ađ ţessari litlu afastelpu!

María og Hrappur leika međ dvergana sjö.

Feđgarnir saman viđ veisluborđiđ. Einar gćđir sér á eftirrétt en Hugi er búinn ađ berhátta einn dverganna!

Amma lítur á leikinn hjá langömmubörnunum.

Fyrir tćpum ţremur mánuđum eignuđumst viđ lítinn frćnda sem fékk nafniđ Orri daginn eftir ađ ţessi mynd var tekin. Ég er og var algjörlega og fullkomlega heilluđ af ţessum litla manni sem brosir og hjalar svo undurfallega!

Jólastundin okkar heillađi yngri kynslóđina en hinir eldri horfđu á međ hryllingi!

Imba amma hvíldi sig í sófanum eftir uppvasksmaraţon!

Viđ hjónaleysin og enn ein sjálfsmyndatakan! Ţarna má sjá glitta í ţrjár af uppáhaldsjólagjöfunum mínum ţetta áriđ. Svarta kjólinn fékk ég frá börnunum mínum (sem ég geri ráđ fyrir ađ hafi notiđ dyggrar ađstođar pabba síns viđ kaupin!), tígrisauga-hálsfestina fékk ég frá mömmu og litlu gulleyrnalokkana (sem sjást ekki nógu vel en eru óendanlega fallegir) fékk ég frá Einari.

Ađ kvöldi jóladags, ţegar börnin voru komin í ró héldum viđ Einar okkar eigin litlu jól! Á bođstólum var heitreykt gćsabringa međ hindberja-vinaigrette međ kampavínsediki (ótrúlega, ótrúlega gott!) og ţeir allra bestu ostar sem ég hef smakkađ lengi! Í eftirrétt var bođiđ upp á heimagert konfekt frá Ţórunni systur. Ţetta var, held ég, fullkomnasta smáveisla sem hugsast getur!

Annar í jólum

  

Ađ morgni annars dags jóla beit María ţađ í sig ađ útbúa síđbúinn jólapakka handa Birnu frćnku sinni. Eitt af ţví sem átti ađ vera hluti af gjöfinni var mynd af henni sjálfri ađ leika engil og var móđurinni gert ađ mynda hana í bak og fyrir. Afraksturinn var hreint ekki sem verstur og ţađ er  vel viđ hćfi ađ ljúka ţessari yfirreiđ yfir bestu jól Bárugötufjölskyldunnar á ţessum litla jólaengli!

Gleđileg jól