Janúardagbók 2010 

 

Forsíða

Um okkur

Mín síða

Myndirnar okkar

Hafðu samband

Gestabókin okkar

 

 

20. janúar 2010

Upprifjun

Fjölskyldan á Konsulentvägen er farin að þurfa á íslensku upprifjun að halda. Börnin kvarta undan að Baldur Tumi dragi í hárið á þeim eða að það finnist engin mjólk í ísskápnum og sjálf stóð ég mig að því að segja „jarðskjálfi“ í dag. Það er því eins gott að við erum á leiðinni til Íslands bara núna á sunnudaginn og verðum í rétt rúma viku. Aðalerindið er auðvitað að vera viðstödd opnun Þjóðminjasafnsins á útsaumsverkum ömmu á Sóló en svo vonumst við líka til að fá að knúsa vini, drekka kaffi ... og rifja upp íslenska tungu.

Ef þið þurfið eitthvað að rifja upp hvernig við lítum út áður en við komum þá er hér nýtt albúm:

Í blábyrjun nýs árs

 

13. janúar 2010

Nýjar myndir!

Ég er búin að setja inn áreiðanlega milljón myndir. Þær hefðu að vísu getað verið enn fleiri þar sem ég er með að minnsta kosti tvö önnur albúm í burðarliðunum en ég hugsaði að ykkur yrði nú kannski bara illt af of stórum skammti! Restin kemur því eftir nokkra daga en hér eru fjögur glæný albúm:

Nokkrar nóvembermyndir 2009

Gestaherbergið

Desemberdraumar

Jól og áramót 2009

Og nú vil ég helst fá eitt komment fyrir hverja mynd sem ég hef sett inn. Takk fyrir!

 

7. janúar 2010

Svo var það fyrir átta árum ...

 

Forsíða      Um okkur      Mín síða      Myndirnar okkar      Hafðu samband      Gestabókin okkar