Janúardagbók  2008    

 

Forsíða

Um okkur

Mín síða

Myndirnar okkar

Hafðu samband

Gestabókin okkar

 

24. janúar 2008

Nenni

Hér í sænsku sveitinni minni er bæði grátt og drullugt. Okkur vantar snjó og frost. Eða bara vor. Ég er ekki frá því að skýin hafi legið svo lágt síðustu vikur að þau hafi tekið sér bólfestu í kringum hausinn á mér. Ég nenni engu. Nenni ekki að lesa. Nenni ekki að prjóna. Nenni ekki að fá mér að borða. Nenni ekki að fara að sofa. Nenni alls ekki að uppfæra þessa síðu. Í ljós aðstæðna hlýtur að teljast kraftaverk að mér hafi tekist að koma saman nýju albúmi sem sýnir hægfara en þó afar jákvæðar breytingar á skrifstofuaðstöðu okkar Konsulenta.

Skrifstofan á stigaskörinni

Núna ætti ég hins vegar að skella á mig maskara og renna upp um mig leðurstígvélunum því ég er á leiðinni út á meðal fólks. Nenni því ekki heldur.

 

10. janúar 2008

Draumar og þrár

Ef ég væri beðin um að útbúa topp fimm lista yfir hvað ég þrái mest einmitt núna* myndi hann líta svona út:

Nr. 1 - Ég þrái ekkert meira en að komast í klippingu og litun! Áður en ég flutti til Svíþjóðar fór ég í klippingu á svona sex vikna fresti. Núna eru sex mánuðir liðnir síðan fagmaður fór síðast höndum um hár mitt og það sést!!! (Ekki það að Einar fer nú áreiðanlega að kallast fagmaður í hárlitun fljótlega, ætla að benda honum á að sækja um meistarapróf um leið og hann sækir um sérfræðingsréttindin.)

Nr. 2 - Ég þrái vorið! Ég hlakka að vísu óskaplega til að allt fenni í kaf hérna og hitamælirinn í eldhúsglugganum sýni -20° þegar ég fer á fætur á morgnana en ekkert stenst vorinu snúning! Blómstrandi plómu- og eplatré, blómstrandi sírenur, grænt gras og broddgeltir sem taka sér bólfestu undir útidyratröppum ... þið sjáið þetta bara sjálf!

Nr. 3 - Mig langar óendanlega mikið í Tower Zinger borgara á Kentucky Fried!!!

Nr. 4 - Mig langar líka rosalega að sýna ykkur fullt af nýjum myndum:

                   

Jól og áramót 2007                                    Sex ára afmælisstrákur

Nr. 5 - Ég þrái að þið skrifið fullt af kommentum, sendið mér marga, marga tölvupósta og truflið mig ótrúlega mikið á msn á árinu 2008!

*Það er auðvitað algjör fásinna að nokkur maður myndi biðja mig um að útbúa topp fimm lista yfir það sem ég þrái mest en maður má nú láta sig dreyma á sinni eigin síðu!!!

 

7. janúar 2008

Fyrir sex árum ...

 

 

Forsíða      Um okkur      Mín síða      Myndirnar okkar       Hafðu samband      Gestabókin okkar