Hugi horfir á sjálfan sig

Í veikindunum undanfarna daga þurfti sífellt að finna Huga einhverja skemmtilega dægradvöl. Þegar búið var að lesa allar bækurnar, hlusta á alla geisladiskana og horfa á allar vídeóspólurnar brá móðirin á það ráð að sýna honum þau vídeó sem hún hefur tekið af honum sjálfum og Maríu stóru systur og geymd eru í tölvunni góðu. Þetta sló í gegn og grenilegt að enginn er fyndnari og skemmtilegri en einmitt maður sjálfur!

Þetta er alveg svakalega fyndið! Spurning um að fara bara að gefa þetta út á spólu fyrir almenning? Miðað við viðbrögð Huga myndi hún slá öll sölumet! Það er samt smá möguleiki á að öðrum börnum og foreldrum þeirra þykir hann jafnsniðugur og honum sjálfum!!!

Hver er þessi sæti strákur á tölvuskjánum?

Allra vinsælasta myndbrotið var af þeim Maríu að sulla í buslulauginni á Bakkastöðum meðan hitabylgjan gekk yfir í sumar! Nýlegt vídeó af Maríu að lesa fyrir hann naut líka mikillar hylli!

Foreldrarnir skildu hann samt vel að finnast hann sjálfur svona sætur og skemmtilegur ... það finnst þeim nefninlega líka!