Haustið kemur

Þegar september gekk í garð snerist allt um baðherbergisframkvæmdir hér á Konsulentvägen. Fyrir vikið voru ekkert sérstaklega margar myndir teknar, ja nema þá af umræddu baðherbergi en þær bíða síns eigin albúms. Hér eru þó nokkrar sætar septembermyndir.

Bræðurnir á náttfötum, annar þreyttur en hinn í gífurlegu stuði.

Ást Baldurs Tuma á eplum úr garðinum minnkaði ekkert í september.

Við krakkarnir skelltum okkur með Baldur Tuma á róló einn eftirmiðdaginn eftir skóla. Það er öruggt að fara fyrstu ferðina í rennibraut með stóra bróður.

Það þarf að prófa öll tækin!

     

Blár himinn, stór stelpa, lítill strákur og rennibraut.

         

Maður þarf ekkert endilega leiktæki til að skemmta sér á róló!

Stóru börnunum finnst fátt skemmtilegra en að sjá litla skemmta sér vel!

  

Hann stækkar en er samt alltaf smámaður!

Ljúflingur.

Hugi, sólblóm og María.

Það er skemmtilegast að súpa úr sama glasi.

Hva, maður bara að sitja einn að krásunum?!

Nei, auðvitað ekki! Eftir þrálátar beiðnir barnanna bakaði ég mömmusnúða aftur eftir langt hlé. Einar hefur nefnilega tekið við sem helsti kanelsnúðabakari hússins enda gerir hann sjúúúúklega góða kanil- og kardimommusnúða. Börnin hafa samt ekki alveg getað sleppt mömmusnúðunum svo ég gaf eftir svona í eitt skipti.

Glæsileg hortensía.

Fullkomin!

Eplamaðurinn enn á ferð! Nú í nýprjónaðri peysu sem fær vonandi meiri athygli í komandi handavinnualbúmi.

Gunna og Stebbi komu í kvöldmat til okkar í lok september! Það var dásamlegt að hitta þau og ótrúlega heppilegt fyrir okkur að þau eigi ættingja hér í Uppsölum! Við gerum okkur vonir um að hitta þau hér sem oftast!

Orðið svolítið haustlegt um að litast í garðinum og húfa komin á kollinn.

Og nú tökum við strikið yfir í októbermánuð.