Haustið enn á ný

Nei, sumarið varir víst ekki að eilífu og haustið tók við hér á Konsulentvägen eins og annars staðar. Veðrið var þó milt (og er reyndar enn) þannig að við gátum notið þess áfram að vera úti og sýsla í garðinum.

         

Við byrjuðum haustið hins vegar með smá tilraunastarfsemi. María og Einar voru bæði geysipennt fyrir að sannreyna hvort maður gæti látið 2l Cola light flösku gjósa með því einu að setja Mentos nammimola út í hana. Þetta verður sem sagt að vera Cola light og Mentosmolarnir þurfa eiginlega að sturtast ofan í hana hver á eftir öðrum (við notuðum gamlan Treo bauk, röuðum molunum í hann, settum svo blað milli bauksins og stútsins sem við kipptum í burtu til að molarnir féllu niður allir í röð). Og viti menn, Einar var varla byrjaður að setja Mentosið út í þegar gosið hófst!

         

Eins og þið sjáið varð gosið ótrúlega hátt! Svo hátt að það fór út úr myndarammanum og allt gerðist þetta svo hratt að það var ekki séns fyrir mig að ætla að færa mig til með vélina eða neitt svoleiðis!

         

Gosstrókurinn lækkaði þó hratt (og yfirborðið í flöskunni sömuleiðis).

         

Og svo var bara allt búið, á kannski svona 15 sekúndum! En skemmtilegt var það! (Okkur finnst myndin hérna vinstra meginn eiginlega sú merkilegasta af þeim öllum! Þetta er svona eins og kókflaska í draugabúning!)

Hér eru feðgarnir að leggja lokahönd á nýja grindverkið okkar og koma hliðinu sjálfu fyrir.

         

Baldur Tumi fylgist með allt sé rétt gert ... það þarf kannski aðeins að rétta þetta hérna.

Borinn er spennandi!

Einar er búinn að standa sig eins og hetja við grindverksuppsetningu. Ég held stundum að það sé ekkert sem hann ekki getur! Nú þarf grindverkið að standa og veðrast í um það bil ár áður en við getum málað það. Það verður því nóg að gera hér á Kons næsta sumar ef einhver vill koma í málningavinnu!

Sjá þetta litla stýri þarna á bak við!

         

Maríu var boðið í grímubúningaafmæli þar sem allir áttu að koma eins og einhver frægur. Maríu langaði að vera Lady Gaga og þar sem ég er búin að fá alveg yfir mig nóg af búningagerð og fannst Lady Gaga þar að auki hljóma í flóknasta lagi setti ég Einar í málið! Á endaum, þegar hann var farinn að gera teikningar með millimetramálum og almennt að ganga allt of langt í þessu, skipti ég mér nú samt af og dró hann aðeins niður á jörðina! Útkoman var ... tjah, kannski ekkert rosalega Lady Gaga-leg en María var sátt og sagði að allir hefðu fattað hver hún átti að vera.

Hún er alla vega gaga-sæt!

Einar með nýfætt ... nei ég meina nýbakað súrdeigsbrauð! Súrdeigsæðið heldur áfram hér á Konsulentvägen og nú njótum við þess að fá nýbakað og rjúkandi heitt Levain brauð um hverja helgi.

Baldur Tumi sinnir haustverkunum í garðinum íklæddur hlýrri og fallegri lopapeysu frá ömmu Kötu.

Þessi mynd fékk að fljóta með af því að hann minnir mig svo sjúklega mikið á einhverja mynd/myndir af Svanhildi Margréti lítill! Sérðu þetta líka Þórunn?

Nú þegar maður er orðinn leikskólastrákur er um að gera að vera svolítið mannalegur!

Bræðurnir gæða sér á vetrareplum.

Ljúflingur.

Lítur þetta epli ekki bara vel út?

Hér sjáið þið þá kenningu að ekki sé hægt að hoppa úr stiga og bíta í epli á sama tíma afsannaða!

Eplauppskeran var með rýrasta móti í ár, hér er brot af henni.

     

Baldur Tumi á harðahlaupum heim að húsi.

         

Hvíthærður eftir langt sumar, íklæddur smekkbuxum af Huga stóra bróður og með sívinsælt bros á vörum!

Hlynurinn vestan meginn við húsið er alltaf fyrstur til að skrýðast haustbúningi. Í ár höfum við fengið að njóta litadýrðarinnar ótrúlega lengi, alveg frá því um miðjan september og þangað til núna, þegar þetta er skrifað um miðjan nóvember, hafa garðarnir skartað trjám í gulum, rauðum og brúnum tónum. Það er varla hægt að hugsa sér betra haust!