Haustferð til Íslands

Það kom auðvitað ekki annað til greina en að halda í montreisu til föðurlandsins um leið og Baldur Tumi þótti ferðafær. Á Íslandi dvöldum við 18. - 28. september, skírðum barnið, hittum vini og fjölskyldu og reyndum að bæta gjaldeyrisstöðu þjóðarbúsins. Myndavélin gleymdist auðvitað allt of oft en hér eru örfá augnablik sem tókst að festa á filmu.

Baldur Tumi svaf af sér alla flugferðina til Íslands. Hann hafði enda staðið í ströngu á flugvellinum áður en lagt var af stað og endaði meðal annars allsnakinn inni á klósetti á Arlanda. Við hlífum lesendum við löngu útgáfunni af þeirri sögu!

María stóra stelpa var svo dugleg og sat ein hinum meginn við ganginn svo við foreldrarnir gætum betur hjálpast að með minnsta bróðurinn.

Tveimur dögum eftir komuna til landsins var Baldur Tumi skírður í Hallgrímskirkju. Hér er salurinn tilbúinn og gestirnir farnir að streyma að.

Foreldrarnir glaðhlakkaleg með minnsta manninn.

Amma og Ása koma til kirkju.

Góðir gestir.

Stóru systkinin bíða spennt eftir stóru stundinni.

Séra Jón Dalbú skírði Maríu, Huga og nú Baldur Tuma.

Baldur Tumi virðist hafa meiri áhuga á að skoða gestina á kirkjubekkjunum en að fylgjast með eigin blessun.

Amma óskar yngsta langömmubarninu til hamingju og fólksfjöldinn fylgist með.

Nöfnurnar/nafnarnir Ingibjörg og Ingi Björn bregða sér í Top Model stellingar.

Afarnir óska hvor öðrum til hamingju.

Baldur Tumi sefur bludninn í skírnarkjólnum.

Skírnartertan var bragðgóð og fögur en ekkert bólaði þó á hvítu rósunum sem ég óskaði eftir að prýddu hana!

Sigrún Marta, Þórunn systir, Solla systir, Gitta amma, afi Bíbí, Steini og Svanhildur Margrét.

Baldur Tumi og græneygu guðmæðurnar (og mamma).

Vignir, Þröstur, Inga, Una og Fróði.

Gústav Þór, Fanný, Perla Dís og Kristján á heimleið.

Baldri Tuma finnst amma sín mjög fyndin og skemmtileg.

Áður en skírnarkjólnum var skilað til langömmu tókum við nokkrar myndir af skírnarbarninu í honum. Hér er hann ansi heilagur á svip.

Hin opinbera skírnarmynd Baldurs Tuma Einarssonar.

         

Amma á Sóló með áttunda langömmubarnið.

Og hér hafa það fyrsta og fjórða bæst í hópinn.

Við brunuðum beint frá langömmu til afa Bíbí og Gittu ömmu í mat. Baldur Tumi skilur ekkert í þessum kellingum sem eru að hamast í honum!

En þarna er hún aftur þessi fyndna og skemmtilega amma!

Og hér er afi með þrjú af sjö barnabörnum (nr. þrjú, fjögur og sjö).

Svo vorum við boðin í hádegisverð í Hlíðarhjallann og hér eru María og Arnaldur Kári á innilegu spjalli í stofusófanum.

Guðrún og gestgjafarnir gæða sér á ljúffengum veitingum.

Baldur Tumi svaf fyrri part heimsóknarinnar hins vegar af sér.

Hugi og Ástþór Örn léku sér inni í herbergi sáttir við lífið og tilveruna.

Svona eigum við vinkonurnar nú mörg falleg börn! Ekki hefði okkur grunað þetta þegar við héldum GASL sýningarnar á Vatni forðum daga!

Vinirnir Arnaldur Kári og Einak!

Svanhildur með guðsoninn.

Morgunkúr á Bakkastöðum.

Þau stóru knúsa þann litla.

Þrír ættliðir í karllegg í matarboði á Bakkastöðum.

Mágkonur.

Amma Kata og Baldur Tumi í stíl.

Daginn áður en við héldum heim fórum við í hádegismat á Ásvallagötuna til Sigrúnar, Björns, Snædísar, Matthildar og Lenu Charlottu. Lena Lotta er akkúrat tveimur vikum eldri en Baldur Tumi svo þau gátu rætt um bleiur og duddur og borið saman smekki.

Takk fyrir okkur elsku fjölskylda og vinir! Við hlökkum til að hitta ykkur aftur sem fyrst!