Haustfagnaður Mótettukórsins 2004

Hinn árlegi haustfagnaður var haldinn óvenju snemma þetta árið. Gleðin var haldin í félagsheimili Mótettukórsins að Faxaskjóli og fór fram með hefðbundnum hætti ... glæsilegar veitingar, rauðvínsdrykkja, nýliðaskemmtiatriði og þannig mætti lengi telja. Hér birtist vandlega ritskoðuð og fegruð útgáfa af helstu atburðum kvöldsins!

Messuhópur 4 hittist fyrir haustfagnaðinn sjálfan, snæddi saman veitingar og æfði skemmtiatriði. Því miður komust ekki allir og Ingibjartur var t.a.m. eini karlmaðurinn í miklum kvennafans!

Kristín fráfarandi messuhópsstjóri verðskuldar að vera út af fyrir sig á mynd ... hún myndast svo vel!

Þessi glæsilega grænmetiskarfa var hluti af skemmtiatriðinu okkar. Fyrirmyndin er sótt úr sjálfum Gaulverjabæ hvar við áttum eftirminnilegar stundir saman fyrr á árinu. Hér eru Helle, Hrefna og Kristín önnum kafnar.

Það varð auðvitað að æfa lítið lag til að syngja ... við erum ekki í kór fyrir ekki neitt! Það skal tekið fram að Messuhópur 4 hefur tekið upp nýtt nafn og óskar þess að vera í framtíðinni ekki kallaður neitt annað en Flotti hópur!!!

Komin í Faxaskjól og haustfagnaðurinn formlega hafinn. Hér er Una glæsileg að vanda!

Gunnu tókst að redda sér bjór með miklum erfiðismunum ... Una horfir aðdáunarfull á hana!

Kristín kenndi mér öll helstu fyrirsætutrixin ... ég virðist ekki hafa verið mjög góður nemandi!

Það er ekki annað hægt en að elska þessa mynd! Sverrir með Emilíu í bakgrunn og Hrefnu inni í eyranu!

Svart/hvíta þemað var alls ráðandi á rauða dreglinum þetta árið! Ása, ég, Kristín, Helga og Hrefna.

Við nöfnurnar í eldhúsinu eitthvað að fást við mat ... eða varalit!

Una og Gunna voru sætar saman og skinu skært þetta kvöld ... nei, æ, ég gleymdi að ég er víst ekki blaðamaður hjá Séð og heyrt!!!

Gunnar kunni líka ýmislegt fyrir sér í fyrirsætutrixunum! Hér er hann að undirbúa sig fyrir þátttöku í Herra Ísland!

Svo voru það skemmtiatriðin! Halldís, Gunna, Stebbi og Þröstur sungu nokkra yndislega madrigala ...

... og nýliðarnir voru iðnir við kolann. Hér er hún Kristín Þóra að syngja lag úr Hringadróttinssögu. Ragnheiður er við flygilinn.

Áheyrendur voru einbeittir á svip, Stefán, Þröstur, Gunnar og Ása Sjöfn.

Nýliðaskemmtiatriðið er árviss viðburður. Í þetta sinn eru óvenju fáir nýliðar en þeir létu ekki sitt eftir liggja og voru með frábært atriði þar sem bæði reyndi á söng- og leikhæfileika.

Og atriðið sem allir biðu eftir! Hér hefur Flotti hópur stigið á stokk með sitt atriði. Það kunnu allir textann og enginn ruglaðist ... bara svo það sé á hreinu!

Ingibjartur var alveg trylltur á gítarnum!

Hrefna söng „Á sjó“ úti í kvöldkyrrðinni.

Hvernig stendur á því að Tobbi er bara svona rokkaður á svipinn en ég er eins og ég sé hjá tannlækni og kunni ekki að opna munninn alveg nógu mikið?!!! Einhvers staðar um þetta bil hefst alveg gífurleg ritskoðun og fæstar myndirnar sem á eftir komu hlutu náð fyrir augum nefndarinnar!

Gulrótarmyndin varð þó að fá að komast að!!!

Stebbi og Björg á svölunum!

 

Tobbi kenndi mér nokkur grip á gítarinn og ég var fljót að læra ... farin að spila fjölmörg lög strax 10 mínútum seinna!

Eru einhverjir fleiri en ég að hugsa „Elvis with a twist“ þegar þeir sjá þessa mynd?!!