Gestir og grillaðir sykurpúðar

Ég dró myndavélina afar sjaldan upp í september. Ætli ég verði ekki að játa að nýi fíni síminn minn og Instagram-æðið sem honum fylgir hafi átt þar eilitla sök að máli. Ef einhverjir lesendur hér hafa áhuga á að fylgjast með þar líka þá heiti ég einfaldlega @gudrunlara. En hér koma alla vega nokkrar myndir, aðallega af góðum gestum sem litu til okkar í upphafi mánaðarins og skógarferð sem við fórum í í blálok hans.

Það voru heiðurshjónin Una og Þröstur sem sóttu okkur heim einn fagran sunnudag í byrjun september. Þau voru búin að vera í Stokkhólmi í nokkra daga og ákváðu að fara heim með kvöldfluginu til að geta heimsótt okkur. Eftir stutt stopp í bænum þar sem við brutumst inn á Dag Hammarskjölds bókasafnið komum við heim og Þröstur spilaði Heyr himnasmiður á harmóníumið meðan við hin tíndum til brauð og álegg. Mikið var dásamlegt að heyra spilað svona fallega á hljóðfærið - þetta var eitthvað annað en þegar ég spila Guttavísur af takmarkaðri kunnáttu! Hvað þá þegar ég æfi La Bamba!

 

Eftir tónleikana gerðum við súrdeigsbrauðinu hans Einars góð skil og buðum upp á saft í musselmaletkönnu því Una er sérstakur áhugamaður um postulínssöfnunina mína - sem mér þykir auðvitað afskaplega skemmtilegt!

Og þegar kom að kvöldmatnum var að sjálfsögðu dúkað upp með stellinu góða henni til heiðurs!

Takk elsku Una og Þröstur fyrir að koma í heimsókn til okkar, okkur þótti svo vænt um að fá ykkur! Og takk fyrir fínu gjafirnar!

Hugi kom að litlum búálfi í rúminu sínu einn daginn.

Ég held að okkur hafi öll langað pínulítið til að skríða bara upp í og kúra smá stund með þessum mjúka litla glókolli.

Svo fengum við draug til okkar líka ...

... sem reyndist minna ógnvekjandi þegar horft var framan á hann!

Já og svo fórum við í haustlitaferð í Hammarskog. Haustið hefur verið einstaklega fallegt í ár með óteljandi litum á trjám og runnum.

María á leið inn í skóginn.

Er þetta ekki dásamlega fallegt?

Halarófa ... og við María rekum lestina enda uppteknar við myndatöku og fyrirsætustörf.

Við rákumst á spennandi þúsundfætlu á stígnum sem allir þurftu að skoða nánar.

Arkað í átt að heppilegu eldstæði ...

... sem var sem betur fer laust þegar við komum að.

Einbeittur eplakarl.

Og hér er hann kátur að grilla sykurpúða (sem honum fórst reyndar ekkert sérstaklega vel úr hendi!).

Bræður við eldinn.

S'more ... að vísu með Mariekexi og Nutella í stað Digestivekex og súkkulaðimola.

Tveir sykurpúðar.

Nammigott!

Einar grípur heitan sykurpúðann beint af greininni og smeygir honum milli kexkaka smurðum með nutella.

Fallegi lubbinn minn!

Hugi, María og Einar voru lunkin við að grilla sykurpúðana mátulega mikið, Baldurs Tuma voru hins vegar alveg óeldaðir og mínir svartir eins og kolamolar!

Tjáning í gangi.

Baldur Tumi setti met í krútti í þessari ferð þar sem hann hejaði villt og galið á alla sem gengu fram hjá og reyndi mikið að spjalla á ansi skemmtilegri blöndu af sænsku og íslensku - sem fæstir skildu nokkuð í nema við fjölskyldan. Honum hefur annars farið ótrúlega fram í sænskunni eftir að hann byrjaði aftur á leikskóla eftir sumarfrí - alveg eins og Hugi sem þurfti á sínum tíma að taka smá pásu til að melta tungumálið og kom svo altalandi til leiks eftir frí.

Feðgin grilla í skógarrjóðri.

Kaffi á brúsa, mjólk í krukku.

Fátt er nú betra í skógarferð en heitur kaffibolli!

Hugi bætir í eldinn, María og Baldur Tumi súpa kakó bak við reykjarmökkinn.

Gleðistökk.

Uppi á eldiviðarskýlinu.

Guðrún + Einar = sönn ást

Bálið orðið vel heitt.

María fékk myndavélina mína lánaða í könnunarleiðangur inn í skóginn og tók margar fínar myndir. Mér sýnist ég komin með prýðis arftaka að hlutverkinu Myndasmiður fjölskyldunnar!

Fallið tré með augum Maríu.

Á skógarbotni.

Litla skógartröllið okkar!

Sveppir og mosi á la María.

Og þessa veit ég að hún eyddi löööngum tíma í að ná þannig að droparnir væru í fókus!

Þetta finnst mér líka afskaplega fín mynd hjá henni, sérstaklega endurspeglunin í pollinum.

         

Hér er það aftur á móti Einar sem heldur um vélina og myndar sætu systkinin.

Greniskógur með augum Einars ...

... og skógarbotn.

Fátt er skemmtilegra en að sulla með pinna þegar maður er þriggja ára.

María á leiðinni aftur í bílinn. Skilur ekkert í því hvernig hún gat orðið svona skítug í lófunum.

Í skóginum stóð kofi einn ...

Á háhest.

Á háhest x 2.

         

2 x á háhest!