Fyrstu myndirnar á nýju vélina

... fyrir utan þær sem Einar eyddi út!!!

Morguninn eftir að við Einar komum heim frá London voru töskur opnaðar og dreginn upp úr þeim alls kyns varningur til að gleðja litlu systkinin. Hér eru þau á leið á leikskólann, bæði komin í splunkuný föt og Hugi búinn að finna Smartiesið!

Við keyptum svona wallbugs í Hamley's eins og voru vinsælar þegar við foreldrarnir vorum litlir. Núna eru þær reyndar komnar á aðeins græjulegra form en alveg jafnmikið drasl og áður!!! Þær eru báðar ónýtar núna ... en ég get kannski sjálfri mér um kennt þar sem afskaplega hár rykstuðull heimilisins átti þátt í skemmdarverkinu!!!

Síðar sama dag, þegar komið var heim úr leikskólanum, var gefið leyfi á Smartiesið! Það vakti sérstaka lukku hjá Huga sem tilkynnti mér stöðugt að hann ætlaði að fá sér „bímulíti meiða nammibollu“ (pínulítið meiri nammibollur)!

Ég er nú ekki búin að taka nema eina mynd af öllum varningnum sem við fluttum með okkur heim frá London ... hér er þessi fína næla sem ég hafði töluvert mikið fyrir að hafa upp á! Mér var alls staðar tilkynnt að hún væri uppseld, m.a.s. líka í búðinni þar sem ég fann hana loks lengst á bak við annað dót!!!

Komið heim af leikskólanum í vorblíðunni!

Krókusarnir í bakgarðinum komnir í fullan skrúða.

Útsýnið úr vinnuherberginu okkar er ekki amalegt á svona fallegum dögum ... og alveg spurning hvort það er nokkuð mjög vinnuhvetjandi þar sem mann langar bara að hanga úti í glugga, nú eða bara að drífa sig út!

María heima í veikindum, öll farin að hressast!

Þetta fannst henni tilvalin uppstilling fyrir myndatöku!!!

Nú erum við sem sagt búin að læra að setja myndirnar úr nýju vélinni inn í tölvuna og erum svona að finna út hvernig þetta virkar allt saman. Þessar myndir eru bara teknar á svona miðlungsgæðum en þar sem jafnvel þau eru margfalt betri en þær allra bestu á gamla jálknum megið þið gjarnan láta mig vita ef nýju myndasíðurnar reynast nettengingum ykkar þungar í vöfum.