Fyrsti snjórinn

Líkt og í fyrra kom fyrsti snjór ársins 2007 í haustleyfinu, öllum Konsulentum til mikillar gleði!

Þegar við Hugi vöknuðum fyrir allar aldir að morgni 3. nóvember var allt umhverið hvítt.

Úti á palli voru graskerskarlarnir okkar komnir með hvítar húur og gaurinn hans Einars virtist á góðri leið með að éta sína!

Þegar systkinin voru búin að borða morgunmat og horfa á barnatímann skelltu þau sér í vetrarfötin og út í snjóinn að leika með pabba sínum.

Fyrst voru gríðarstórar snjókúlur hnoðaðar og rúllaðar.

Ábúðafullur kúlusmiður uppi við tré.

Fljótlega risu myndarlegir snjókarlar í garðinum. Hér er María með sínum.

Hugi horfir spyrjandi á sinn snjókarl og virðist jafnvel hafa í hyggju að binda hann fastan við tréð!

Snjókarl og stoltur strákur.

Tveir englar I

Tveir englar II

Einar byggði þetta rosalega fína snjóhús við mikinn fögnuð systkinanna.

María gægist út og Hugi gægist fram þarna lengst á bak við!

Hugi gægist út! Eins og sjá má fór snjórinn strax að bráðna þennan sama dag og þegar þessi orð eru skrifuð hefur garðurinn að mestu aftur skrýðst haustlitunum fyrir utan tvo hvíta snjókarla og eitt hvítt snjóhús!