Frost

13. nóvember var ótrúlega kalt hjá okkur, fór ekki upp fyrir frostmark allan daginn. Það var samt bjart, stillt og einstaklega fallegt og ég tók nokkrar myndir í garðinum mínum.

   

Því kaldar sem er þeim mun vinsælla er fuglahúsið okkar. Þessi sæti fugl heitir því undarlega nafni Talgoxe. Hljómar meira eins og heiti á lyfi en ótrúlega dúllulegum smáfugli!

Og þarna eru þeir tveir saman, Talgoxe og hinn ótrúlega krúttlegi Blåmes!

Utandyra var allt hrímað, næstum eins og sykurhúðað!

Rósarunninn úti við garðshlið.

Allur gróður var eins og klipptur út úr einhverju ævintýralandi.

Ég veit því miður ekki hvað þessi litli fugl heitir ... allar ábendingar eru vel þegnar, ég er einstaklega illa að mér í fuglafræðum en langar hins vegar óskaplega til að vita hvað fuglarnir (og almennt öll dýr) í umhverfinu mínu heita.

Lítill blåmes fylgist með fuglahúsinu að ofan og bíður eftir rétta tækifærinu til að stinga sér niður!

Búinn að gæða sér á fræjum og hnetum og gerir sig kláran í að fljúga af stað aftur!