Febrúardagbók 2011

 

 

Forsíða

Um okkur

Mín síða

Myndirnar okkar

Hafðu samband

Gestabókin okkar

 

18. febrúar 2011

Æðri máttarvöld senda skilaboð á Konsulentvägen

Það er heiðskír og ískaldur morgunn á Konsulentvägen. Af himnum fellur örfín snjókoma sem glitrar á í sólskininu, næstum eins það rigni glimmeri. Maður gæti jafnvel haldið að maður stæði á sviði í júróvisjón. Kannski þetta sé guð að segja mér að skella mér í háhælaða gullskó, hækka um hálftón og steyta hnefann full af sjálfstrausti upp í loft? Kannski hann sé að reyna að segja mér að þótt ég sé með hveiti á maganum eftir brauðbakstur morgunsins, hor á öxlinni og gat á tánum þá sé ég samt sigurvegari? Ég ætla að túlka þetta þannig.

P.s. Nýjar myndir:

Níu ára afmæli Huga

Vetrarsnjór og veikindi

 

Forsíða      Um okkur      Mín síða      Myndirnar okkar      Hafðu samband      Gestabókin okkar