Fahetjola

Við Einar komum færandi hendi heim frá Stokkhólmi. Auk margvíslegra leikfanga og sumarfatnaðar gáfum við Maríu geisladisk með nokkrum vel völdum Eurovisionlögum, þar á meðal hinu sívinsæala „Fahetjola“ (If I had your love) með hinni ástsælu Selmu! Maríu þykir þetta með eindæmum skemmtilegt lag og hefur sungið það í tíma og ótíma frá síðustu Eurovisionkeppni. Á endanum þótti foreldrunum vænlegra að frumútgáfan hljómaði í síbylju en söngur dótturinnar ... sem þó er að sjálfsögðu einkar fagur! María er ánægð með diskinn sinn en ekki hefur tekist að koma í veg fyrir söng látúnsbarkans litla ... og nú hafa einstaklega lekker dansspor bæst við!

    

Hún kann nú ekki mikið í textanum þessi elska, en þykist alveg vera með aðalsetninguna á hreinu ... fahetjola! Best af öllu er þegar hún stynur

Tilþrifin eru svakaleg í dansinum ...

    

... og í rólega kaflanum hefur hún þróað þetta rosalega flotta „bæna-spor“!

    

Dj-inn er nokkuð ánægður með Selmu líka!

Við á Bárugötunni getum ekki annað en gefið Maríu douze point fyrir frammistöðuna!!!