Desembermyndir

María fékk að kaupa sér svona „lítið kúlukerti með demöntum á“ þegar við mæðgurnar fórum að bjarga kertunum á aðventukransinn! Í dag fékk hún svo að kveikja á því til að stytta sér aðeins stundirnar heima í kvefinu!

Svo setti mamma tagl og spennur í hárið og þá þurfti náttúrulega að kíkja á dýrðina í speglinum! Svolítið erfitt að sjá beint aftan á hnakkann!!!

Alltaf jafnsæt, þrátt fyrir hor og hósta!

María og Hugi voru send, nauðug viljug í jólaklippingu þann 10. desember. Þrátt fyrir að stemmningin í hásætinu hefði verið misgóð var árangurinn býsna ásættanlegur, eins og sjá má!

María var klippt töluvert stutt enda sjálf búin að móta aðeins þá stefnu sem tekin var í hársídd þegar hún klippti þrjá lokka upp á eigin spýtur! Hugi fékk bara fína herraklippingu!

Hugi svolítið úfinn þrátt fyrir nýju klippinguna!

Tilbúin fyrir jólin!

Á hverju ári fyllum við margar stóra dunka af piparkökum og til að koma okkur í rétta jólaskapið skreytum við þær allar fagurlega. Samkvæmt venju tóku mæðgurnar Þórunn og Unnur þátt í gleðinn með okkur fjölskyldunum á Bárugötu og Bakkastöðum og afraksturinn var sérdeilis glæsilegur eins og sjá má! Eins og ég hef áður sagt þá dugar okkur alls ekki að mála hefðbundin hjörtu og stjörnur. Aðalmálið er að snúa formunum í hringi og reyna að sjá eitthvað annað út úr þeim en ætlast er til. Hér má sjá smá sýnishorn af slíkum tilfæringum. Litlu andlitin ættu með öllu réttu að vera snjókarl með hatt! Og hundurinn stefndi einu sinni að því að vera Bangsímon!

Í ár var sérstakt spennu- og hryllingsþema! Hauskúpurnar útskýra sig sjálfar, svo má sjá þarna einn bófasnjókarl. Elli gerði svo þennan magnaða bankaræningja með sokkabuxur á höfðinu og peningapoka í hendinni! Við reynum að sjálfsögðu að endurspegla viðburði ársins í piparkökuskreytingunum og eins og allir vita hafa bankaránin verið fjölmörg að undanförnu! Síðast en alls ekki síst má svo sjá Cabin Fever útgáfu af Gríslingi!

Strandþemað er sívinsælt og ár eftir ár eru ýmsar jólafígúrur klæddar í bikini og sundskýlur. Það eru þó alltaf einhverjir sem sleppa út án sundfata!!!

Tarzan er konungur apanna ...

... en bíðum nú við! Er þetta einhver ný útgáfa af þróunarsögunni?!!

Jólatréð var skreytt seint á Þorláksmessu. Hugi litli var sofnaður en við hin létum okkar ekki eftir liggja! Maður verður að vanda sig svolítið!

  María þurfti dálitla aðstoð við að koma toppnum á enda tréð risastórt!

Það verður líka alltaf að gera fínt í stofuglugganum!

Og svo komu jólin og svo kom gamlárskvöld. Þarna erum við mæðgurnar að leggja af stað upp á Bakkastaði á síðasta degi ársins, komnar í sparifötin og hátíðarskapið!

Við vorum reyndar kannski ekki alveg þær smörtustu þegar kom að flugeldunum. Ég á bláu stígvélunum sem ég hef neyðst til að nota yfir hátíðirnar eftir að vetrarskórnir mínir gáfu upp öndina og María í þessu góða vesti af ömmu sinni!!!

Hugi og amma kíkja út um gluggann á flugeldana!

Og drengurinn kominn út með pabba! Af svipnum á dæma líst piltinum þó ekkert allt of vel á nálægðina við öll lætin!

Og ekki systur hans heldur enda var hún fljótt kominn inn aftur og í örugga höfn í fanginu á Jódísi frænku!

 

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!