Desemberdagbók

                                                                            2010

 

 

Forsíða

Um okkur

Mín síða

Myndirnar okkar

Hafðu samband

Gestabókin okkar

 

30. desember 2010

Staðið við gefin heit

Fyrsti desembermyndaskammturinn er kominn:

Frost og hrím

Afmæli Einars

Nú bíða bara myndir af Lúsíu, jólaundirbúningi, jólum já og blessuðu baðherberginu!

 

29. desember 2010

Síðbúið jólakort frá fjölskyldunni á Konsulentvägen

Héðan úr frosti og fannfergi sendum við ykkur hlýjar kveðjur og óskir um gleðileg jól.
Takk fyrir allt á liðnum árum. Takk fyrir lesturinn, kommentin og kveðjurnar. Takk fyrir vináttu, umhyggju og kærleika.
Megi árið 2011 færa ykkur hamingju, frið og fallega daga.

Þess óska ykkar vinir Guðrún Lára, Einar Þór, María, Hugi og Baldur Tumi.

P.s. Risastór bunki af nýjum myndum bíður birtingar ... snemmbúið áramótheit er að birta þær fyrstu á morgun!

 

5. desember 2010

Afmælis

Í dag á Einar afmæli. 37 ára afmæli. Ég gæti auðvitað skrifað langt mál um hvað hann er stórkostlegur en held að það yrði allt of væmið. Og ég efast hvort eð er um að mér tækist nokkurn tímann að koma því almennilega til skila hvern mann hann hefur að geyma og hvað ég elska hann óendanlega mikið. Í staðinn hripa ég niður fimm smáatriði í hans fari sem mér þykir sérstaklega vænt um:

* Í rúm fjögur ár hefur hann hringt í mig klukkan korter í tíu á hverjum virkum degi. Bara til að heyra hvernig ég hafi það og kannski segja mér hvernig hlutirnir gangi í vinnunni. Ég er yfirleitt byrjuð að líta á klukkuna um hálf.

* Ég elska þegar hann æfir „Maðurinn með hattinn“ á harmonikkuna, jafnvel þótt hljóðin sem berist mér til eyrna séu allt annað en falleg. (Hann fékk gítar í afmælisgjöf frá mér núna, ég geri mér miklar vonir um að „Maðurinn með hattinn“ plokkaður á gítar sé öllu mildari en pumpaður úr þýsku okóberfest harmonikkunni!)

* Einar á risastóran verkfærakassa sem er eins og besta Mary Poppins taska! Upp úr honum getur hann dregið alls konar skrúfur, króka, tangir og víra sem geta lagfært flest það sem aflaga hefur farið á heimilinu eða þarf að bæta!

* Gleraugun. Ég elska gleraugun. Þegar þau gömlu fóru í sundur fyrir kannski tveimur árum var ég lúmskt fegin því að hann byrjaði á að víra þau saman og ganga með þau þannig því ég kveið svo hræðilega fyrir að hann myndi kaupa ný. (Víruðu gleraugun gætu út af fyrir sig alveg verið einn punktur í þessari upptalningu!). Þegar stóra skrefið var endanlega stigið kom ég því til leiðar að gleraugun sem urðu fyrir valinu eru svo gott sem nákvæmlega eins og þau gömlu.

* Hann tók upp á því fyrir einhverjum mánuðum síðan að brjóta origami trönur og bjóða duglegum krökkum sem koma til hans á stofuna í verðlaun. Þau velja næstum öll Bamse límmiða fram yfir trönurnar. Kannski er það einmitt það sem gerir trönurnar svo stórkostlegar, að þær standa þarna óhreyfðar í öllum rengbogans litum og Einar réttir fram hvern Skalman og Lille Skutt límmiðann á fætur öðrum með bros á vör. En ég vel trönu! Ég myndi alltaf velja trönu! Ég myndi vilja fylla húsið af trönum!

 Nú hugsið þið, kæru lesendur, kannski sem svo: „Ég kom ekki hingað inn til að lesa um einhver gleraugnavandræði og tilgangslaus símtöl, ég vil sjá myndir af aðventukrönsum“! Og þá er líka eins gott að ég er einmitt með tilbúin tvö ný albúm, þar á meðal það með kransinum!

Heimsókn og hitt og þetta

Aðventukrans 2010

Nú, nú ætla ég hins vegar að lygna aftur augunum og njóta þess að hlusta á „Dvel ég í draumahöll“ plokkað á gítarinn!

 

1. desember 2010

Ég trúi því varla enn að þetta virki allt sem skyldi! Meira að segja kommentakerfið hefur vaknað til lífsins! Eigum við ekki bara að segja að lokaprófsteinninn sé að setja inn nýjar myndir og hér koma því september og októberalbúm:

Haustið kemur

Útileikir og alls konar í október

Ég verð extra glöð yfir kommentum nú á þessum tímamótum litlu síðunnar minnar!

 

Forsíða      Um okkur      Mín síða      Myndirnar okkar      Hafðu samband      Gestabókin okkar