Desemberdagbók 2009

 

Forsíđa

Um okkur

Mín síđa

Myndirnar okkar

Hafđu samband

Gestabókin okkar

 

26. desember 2009

Jólakort

Elsku vinir.

Viđ sendum ykkur síđabúna jólakveđju héđan úr vetrarríkinu. Vonum ađ ţiđ hafiđ haft ţađ jafngott og viđ um jólin, borđađ góđan mat, opnađ skemmtilega pakka og haft gott fólk ađ knúsa! Megi jólafríiđ ykkar vera uppfullt af bóklestri, konfektáti, náttfatadögum og kertaljósi.

Ţess óska ykkar vinir, Guđrún Lára, Einar Ţór, María, Hugi og Baldur Tumi.

 

12. desember 2009

Desembermyndin

Ţađ eru ađ koma jól hjá litlu vinum okkar! Hvern langar ekki ađ sitja á sleđa í hlýrri ullarkápu, hlađinn spennandi pinklum og pökkum, fylgjast međ fólki á ţönum í snjókomunni og sjá ljósin tindra í lokkandi búđargluggum?! Skemmtilegast af öllu ţykir mér ţó hvađ pabbinn er dásamlega fjarverandi, ekki bara á ţessari mynd heldur alla hina mánuđina, allan ársins hring. Ţetta er eina myndin ţar sem honum bregđur nokkuđ örugglega fyrir og ţá er hann falinn á bak viđ jólatré! Ţađ er auđvitađ ljóst ađ í ţá daga voru pabbar meira svona „spari“ en ég er ekki frá ţví ađ Elsa vinkona mín Beskow hafi jafnvel útilokađ hann markvissara og af meiri krafti en vćnta mćtti! Hvađ um ţađ, ađdáun stóru barnanna á föđur sínum er augljós en sú stutta virđist kćra sig kollótta um ţennan karl og stefnir einbeitt fram á veginn, heim til mömmu í heitan súkkulađibolla og lussebulla!

 

Forsíđa      Um okkur      Mín síđa      Myndirnar okkar      Hafđu samband      Gestabókin okkar