Desemberdagbók 2006

 

Forsíða

Um okkur

Mín síða

Myndirnar okkar

Hafðu samband

Gestabókin okkar

 

26. desember 2006

Síðbúið jólakort

Elsku vinir,

við óskum ykkur af öllu hjarta gleðilegra jóla og vonum að hátíðin fylli ykkur friði, kærleika og gleði. Takk fyrir samveruna á liðnu ári en ekki síður fyrir komment og kveðjur hér á síðunni. Þegar maður flytur til útlanda er ómetanlegt að vera í góðu sambandi við fólkið heima og þið sem hafið lesið, sent okkur línu og leyft okkur að fylgjast með ykkur hafið glatt okkur óendanlega! Megi árið 2007 taka vel á móti ykkur, fara um ykkur mjúkum höndum og veita birtu og yl.

Þess óska ykkar vinir, Guðrún, Einar, Hugi og María.

 

18. desember 2006

Mikilvæg skilaboð til ykkar allra!

Við komum til Íslands miðvikudaginn 20. desember. Við hlökkum alveg ótrúlega mikið til að hitta ykkur öll!!! Til að geta verið í sem bestu sambandi við ykkur er eftirfarandi upplýsingum hér með komið á framfæri:

Við verðum hjá mömmu á meðan á dvöl okkar stendur. Síminn á Bakkastöðum er 551-6808. Við Einar getum vonandi grafið upp íslensku símkortin okkar og verðum þá með okkar gömlu gsm-númer, Einar með 695-1355 og Guðrún með 695-4288. Talvan verður með í för og því verður líka hægt að ná sambandi við okkur í gegnum tölvupóstinn ... netfangið mitt er ein@islandia.is.

Ef einhverjir vilja senda okkur jólakort (Geeeeriði það!!!) þá væri best að hafa utanáskriftina svona:

Guðrún Lára Pétursdóttir

co. Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir

Bakkastöðum 119

112 Reykjavík

Að lokum eru hér tvö feit og jólaleg albúm með myndum af Konsulentunum síðustu vikurnar!

Lúsía, aðventa og allt það

Jól á herragarðinum

Sjáumst um jólin!!!!

 

6. desember 2006

Gomma af nýjum myndum:

Ingudagar

Aðventukransagerð 2006

Einar verður 33ja ára

Fögnum og verum glaðir!

 

3. desember 2006

Fyrsti sunnudagur í aðventu  þýðir eftirfarandi:

nýtt útlit á síðuna okkar,

að jólaskraut fer að tínast upp á heimilinu okkar,

að nauðsynlegt sé að fara að spýta í lófana hvað gjafainnkaup varðar,

að maður hefur loksins fullt leyfi til að hlakka eins mikið til jólanna og maður vill,

að við komum til Íslands eftir bara rétt tvær og hálfa viku!

Vá!!!

 

Forsíða      Um okkur      Mín síða      Myndirnar okkar       Hafðu samband      Gestabókin okkar