Bumbumyndir 

 

         

21 vika og 6 dagar.
Loksins hætt að líta út eins og Feiti-Stebbi (þið munið, Uppsalaglæpónin Tjock-Steffe) og farin að verða dálítið óléttuleg í staðinn.

         

25 vikur.
Þrjár vikur frá síðustu myndatöku en enginn rosalegur munur.

         

28 vikur.
Enn á ný liðnar þrjár vikur og nú hefur hellingur gerst!

         

31 vika.
Á páskadegi voru akkúrat níu vikur eftir og rétt þótti að mynda bumbuna með aðeins hátíðlegri bakgrunn í það skiptið. Munstrið á kjólnum gerir svolítið erfitt fyrir, lítur dálítið út eins og markskífa þarna á maganum!

         

34 vikur.
Lokaspretturinn hafinn, kúlan orðin myndarleg og andlitið dálítið eins og tungl í fyllingu!

         

37 vikur og 2 dagar.
Kvöldið fyrir gangsetningu. Þykir rétt að taka það fram að þessar myndir eru teknar á spítalanum þar sem ekki er hægt að komast í sléttujárn eða annan útbúnað sem hefði getað bætt til muna útlit meðgöngueitraðrar verðandi þriggja barna móður!