Baldur Tumi tveggja ára 

Þann 27. maí varð elsku litli Baldur Tumi tveggja ára! Svo stór - en samt svo lítill! Hér eru nokkrar myndir frá fallegum degi.

Baldur Tumi pínuponsulítið sybbinn að morgni afmælisdagsins - enda algjörlega ómeðvitaður um hvaða dásemdir eru um það bil að fara að hefjast!

Fyrst á dagskrá var pönnukökumorgunverður að hætti hússins. Sá tveggja ára var kátur með það - og við hin líka.

Eftir að nokkrir pönnukökubitar voru komnir í mallann mátti byrja að opna pakkana.

Upp úr þeim fyrsta kom taska ... og upp úr henni kom önnur minni taska ... og upp úr þeirri kom pínulítil taska!

Næst kom pabbi færandi hendi með froskatjald! Baldur Tumi þurfti strax að rannsaka það og bauð stóru systkinum sínum með sér í könnunarleiðangurinn.

Stoltur tjaldeigandi!

Næsta gjöf birtist skömmu síðar: rennibraut! Og með henni fylgdi bleikur hákarl! Hvort veggja sló umsvifalaust í gegn!

Það er svona gaman að eiga rennibraut!

Eins og áður hefur komið fram fékk rennibrautin strax heitið „úví“ eða jafnvel „úvíúvíúví“! Hún hefur verið í stöðugri notkun síðan, innanhúss sem utan.

Þegar pabbi var farinn í vinnuna og stóru systkinin í skólann vorum við mæðgin ein eftir í kotinu. Hér kíkir sybbinn Baldur Tumi aðeins á hana Lottu vinkonu sína - það tekur á að vera vakinn snemma með söng og gleði á afmælisdaginn sinn.

Síðdegis, þegar allir fjölskyldumeðlimir höfðu skilað sér heim aftur, fengum við okkur tertu. Ég öfunda Baldur Tuma óskaplega af að eiga afmæli á fegursta árstímanum og geta fyllt allt af ilmandi sírenum á afmælisdaginn sinn. Mér finnst þó örla á því að hann kunni ekki fullkomlega að meta þessa miklu heppni!

Glöð fjölskylda fagnar tveimur árum af Baldri Tuma, tveimur árum fullum af fjöri, spékoppum og misharkalegu knúsi!

Aðalmaðurinn fékk að sjálfsögðu fyrstu sneiðina!

Þriggja laga kakan svíkur aldrei!

Hér kemur svo smá myndasyrpa af afmælisbarninu. Mér finnst svipurinn á þessari mynd alveg óborganlegur!

         

Yndislegur að borða köku!

Glaður tveggja ára afmælisdrengur!

Heiðríkjan ein.

Spékoppurinn mikli.

Þessi svipur finnst mér líka endalaust fyndinn. Þetta er svona „ég er búinn að gera einhverja endemis vitleysu en þið elskið mig samt-svipurinn“! Og svo sannarlega elskum við hann hverju sem hann tekur upp á!

Hér kemur svo eitt afmælisvídeó þar sem meðal annars má heyra Baldur Tuma „úvía“ auk þess sem hann sýnir okkur hvað það er rosalega kósí að kúra í rennibrautinni:

Og að lokum smá upprifjun fyrir þá sem vilja:

Fyrsti afmælisdagurinn

Fæðingin og fyrstu dagarnir