Baldur Tumi þriggja ára

Þann 27. maí varð elsku Baldur Tumi okkar þriggja ára!  Hér eru nokkrar myndir frá deginum hans.

Afmælisdag Baldurs Tuma bara að þessu sinni upp á sunnudag og hér voru menn bæði þreyttir og glaðir þar sem Einar hafði verið í vinnuferð í Riga og komið heim daginn áður og það sama kvöld hafði Svíþjóð svo sigrað í Eurovision þannig að við vorum búin að hita vel upp í fagnaðarlátunum þegar kom að afmælismorgunverðinum.

Baldur Tumi var svo feiminn yfir afmælissöngnum að hann beit í borðrendur ...

... en fljótlega var hann þó með á nótunum og spenntur fyrir deginum sínum enda búinn að fylgjast með öllum öðrum fjölskyldumeðlimum eiga afmæli nánast mánaðarlega frá því í desember!

Það var boðið upp á lummur með sykri, sultu og ferskum hindberjum.

  

Og svo voru það pakkarnir!

Upp úr þeim fyrsta kom Pippi-regnhlíf en Baldur Tumi er einlægur aðdáandi Línu langsokks.

Í næsta pakka var leir ...

... og þar á eftir kom lítil dúkka sem hefur verið nefndur Nói (allt krúsílegt heitir Nói eftir kisu Ella frænda og Ásu!).

Í einum pakkanum reyndist vera hjólahjálmur með hákarlamyndum á sem Baldur Tumi kallar hinu virðulega nafni „fiskahatturinn“.

Frá ömmu Imbu kom æsispennandi pakka með Blixten tölvu!

Inni í þvottahúsi var svo eitthvað spennandi falið!

  

Það reyndist vera splunkunýtt þríhjól! Það var líka eins gott þar sem drengurinn var búinn að tala um það í marga mánuði að hann langaði í blátt hjól í afmælisgjöf!

Það var dásamlegt veður þennan dag enda skín sólin auðvitað fyrir þennan fína dreng! Hér er annars búið að vera með eindæmum leiðinlegt veður í maí og júní.

Alvarlegur undir eplatrénu.

Baldur Tumi vill stöðugt vera að „fikta í tölvunni“ að eigin sögn - líka úti í góða veðrinu.

Svo var nýja hjólið vígt almennilega í hjólatúr með pabba og Maríu.

        

Pippi-regnhlífina má vitanlega nota sem sólhlíf líka.

Hér sérðu Línu langsokk ... eða eins og Baldur Tumi syngur: Här kommer Pippi Lååååångprump!

Fuglahúsið mitt fína var næstum búið að fá íbúa í sumar. Svartvit flugsnappare (sem oft hefur gert sér hreiður í fuglahúsinu sem hangir á bílskúrnum okkar) virtist ætla að setjast að þar en ljótu gulu blómin sem eru allt í kring uxu upp fyrir gatið og þar með var það ævintýri úti. Nú hef ég enn eina ástæðu til að rífa þessu ljótu blóm upp með rótum fyrir næsta sumar.

María rólar.

Og hvarvetna stóðu túlípanar í blóma til að fagna þriggja ára afmælisdegi.

Að ógleymdum sírenunum. Það er dásamlegt að eiga afmæli í lok maí!

Hér er Nói litli úti í sólinni.

Baldur Tumi og María skoða dordingul sem nemur þarna við öxl Maríu ef vel er að gáð.

„Vi besta vinir“ segir Baldur Tumi reglulega við stóru systur sína.

         

Bestu vinirnir skemmta sér augljóslega vel saman.

Þessa mynd tók María af afmælisbarninu í frekjukasti ...

... og þessa af honum í sólskinsskapi nokkrum augnablikum síðar.

Pabbi afmælisbarnsins naut þess að drekka kaffi úti á tröppum í sólinni.

Við Baldur Tumi fórum í dálítinn hjólatúr ...

... og sáum meðal annars hund!

Baldur Tumi er enn ekki nógu stór til að óska sér kvöldverðar á afmælisdaginn þannig að við hin þurftum að giska á hvað félli honum best í geð og ákváðum að grillaðar pylsur væru vel við hæfi.

Og auðvitað var afmæliskaka!

Hér er blásið á kerti - gott ef þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann blæs sjálfur á afmæliskertin sín!

  

Og svo fengum við okkur góða afmælistertu!

Til hamingju með árin þrjú elsku spékoppurinn okkar!

Og að lokum smá upprifjun:

Annar afmælisdagurinn

Fyrsti afmælisdagurinn

Fæðingin og fyrstu dagarnir

Bumbumyndir

Vefdagbókin frá því í maí 2009