Árshátíð Mótettukórsins 2006

Laugardaginn 4. mars streymdu Mótettingar prúðbúnir á Hótel Borg í því skyni að halda árshátíð. Var þar mikið um dýrðir, mikið um mat, mikið vín, mikil gleði og síðast en ekki síst, mikið, mikið rússa grín!

Við Eva mættum að sjálfsögðu stundvíslega í fordrykkinn enda óstundvísi áttunda dauðasyndin í hugum kórfélaga! Halldór Laxness reyndi óður og uppvægur að troða sér milli okkar til að vera með á myndinni.

Sverrir var nógu hávaxinn til að skyggja á skáldið! Hann mætti líka í bleikri skyrtu til að vera í stíl við hárskrautið mitt ... er það ekki annars Sverrir?

Þar sem árshátíðin var haldin á Borginni var sérstaklega mikið lagt upp úr klæðaburði og ekki þótti verra að útlitið vísaði til gullára hótelsins! Aldrei hefur slíkt samansafn af fögrum fljóðum verið samankomið við Austurvöll og þetta kvöld. Björg, Guðrún Hólmgeirs og Halla sáu meðal annars til þess með yndisþokka sínum og fögrum brosum.

Óskarsstjörnurnar sem stóðu á rauða dreglinum rúmum sólarhring síðar sendu útsendara á Borgina til að fylgjast með klæðaburði og framkomu kórfélaga, m.a. þeirra Unu og Önnu Lilju. Frést hefur að Reese Witherspoon hafi ætlað að vera í nákvæmlega eins kjól og Anna Lilja en hætt snarlega við og bjargað sér fyrir horn með einhverju hálfraraldar gamalli Dior dulu.

Daginn eftir fylltist heimspressan af myndum af þessum dömum, Ragnheiði, Gunnu og Ingibjörgu, sem þóttu hafa sett konum um heim allan ný og glæsileg fordæmi hvað klæðaburð, hárgreiðslu og föðrun varðar. Hefur því verið fleygt að konur muni á næstu vikum flykkjast á hárgreiðslustofur og biðja um „Gunnuna“!

Þurfti að bera a.m.k. þrjá menn út og eina konu eftir að það steinleið yfir þau þegar Arngerður og Halldís mættu á svæðið. Líðan þeirra er eftir atvikum góð samkvæmt yfirlækni á Landspítala Háskólasjúkrahúsi.

Hollywood hefur átt mörg umtöluð ofurpör en hvorki Bennifer né Brangelina eiga möguleika á móti Þrunu!!!

Gunna og Halldís sprengdu skalann hjá tískuspekúlöntum hvarvetna ... 11 af 10 mögulegum!

Gunna og Stebbi ... alveg gjörsamlega berrassaður í framan! Hefur hann aldrei heyrt talað um bann við nekt á almannafæri?

Gáta: Á myndinni sjást fjórir sópranar sötra Kir Royal ... eða hvað? Hver er úlfur í sauðargæru? Í verðlaun verður einhver algjörlega glötuð „cappuccinovél“ sem er bara algjört drasl hvort eð er og öllum er sama þó þeir vinni hana EKKI!!! (Hvernig gengur forte-hópnum annars að endurtelja atkvæðin?)

Skemmtinefndin skipuð Siggu Ástu, Hrefnu, Helgu og Kristínu tekur á móti glymjandi lófataki eftir opnunaratriði kvöldsins. Varla þarf að taka það fram að stúlkurnar stóðu sig fram úr hófi vel við að undirbúa árshátíðina og tilkynningarnar hans Trausta hljóta að komast á lista yfir fyndnustu skemmtiatriða allra tíma, innalands sem utan.

Kvartettinn Iða og gestasöngvarar sýndu sitt glæsilegasta atriði til þessa! Ef þau ætla að halda áfram að toppa sig í hvert skipti megum við eiga von á þurrísreyk, glimmersprengjum og flugeldum á næstu skemmtun.

Engar tennur ...

... fullt af tönnum!

Helga Sigga ... ekkert smá sæt og fín!

Kantorshjón í góðum félagsskap. Ég sá ekki betur en að Hörður hefði verið dálítið seinn á árshátíðina ... spurning hvort Erla Elín hefur ekki verið með kladdann uppi við?

Skeggrætt við borðin ... ekki þó um horfna skeggið hans Stebba. Úff, hvað þetta var fáránlega fyndið hjá mér!

Snorri og Halldór þömbuðu kaffi í lítravís til að koma sér í rétta dansstuðið. Þeir voru svo óstöðvandi á gólfinu svona tveimur tímum eftir að þessi mynd var tekin þar sem þeir ruddu mönnum um koll og sneru dömunum eins og þeytispjöldum í kringum sig.

Guðrún og Guðrún, Gunna og Ekki-Gunna. P.s. Ég stóð í þeirri trú að ég hefði keypt mér eldrauðan varalit fyrir kvöldið ... where did I go wrong?!

Skemmtiatriði Piano-hópsins sló í gegn. Verst að djúpu, rússnesku bassarnir skyldu gufa upp um leið og því lauk án þess að hægt væri að véla þá í kórinn.

Ekki var þó kórinn svikinn af Rússum þetta kvöld því næstur á svið var leynigesturinn Sveitti-Bósi, kominn til að kenna kórnum serbneskar hljóðar og leita uppi íslenskur kvenfólk.

Bjarney Ingibjörg hló og hló og hló ... og hló. Sveitti Bósi átti þar nokkurn hlut að máli en ekki síst var það steinrunninn Þröstur sem fékk tárin til að rúlla niður hvarma hennar.

Elmar myndaði alla í bak og fyrir enda vel tækjum búinn.

Mezzoforte-hópurinn var náttúrulega með langskemmtilegasta atriðið ... ekki spurning! Þessi vaska sveit hefur nú ákveðið að ráða sér lögfræðing (heyrðum einn góðan auglýstan í útvarpinu) og hyggst fara í skaðabótamál við forte-hópinn þar sem krafist verður andvirði þriggja Cappuccinovéla með vöxtum og vaxtavöxtum. Einnig verður farið fram á að fangelsisdómur falli í máli drukknu stigavarðanna!

Vala og Gunna kynntu eitt atriði með dyggri aðstoð frá Siggu Ástu og Hrefnu.

  

Hörður hélt ræðu um brostnar vonir og barnanöfn og naut um tíma aðstoðar Siggu Ástu við lestur í myrkvuðum salnum.

Þegar líða tók á kvöldið mynduðust gotneskar stemmningar í skúmaskotum Borgarinnar!

Annar af drukknu stigavörðunum var í gífurlegu stuði á dansgólfinu. Hér sést hún berja frá sér enn einn kórfélagann sem kvaðst hafa fundið nótur númer 9. Það sést því miður ekki nógu vel á myndinni en hún er í raun að sveifla honum listilega í loftinu áður en hún fleygir honum út í horn!

Heiðurshjónin Ása og Narfi kunna að halda góð eftirpartý!!! Þegar allar garnir gauluðu eftir franska skammta Borgarinnar og allir fætur voru orðnir sárir eftir dans og dufl komu hjónin á Laufásvegi til bjargar! Tikka Masala-kjúklingurinn var frábær, heimagerða pizzan hnossgæti, franskarnar þær bestu sem partýgestir höfðu smakkað, vatnsmelónurnar og vínberin frískuðu upp á rauðvínsleginn andardráttinn ... og ég hreinlega tárast við minninguna um Old Amsterdam! Heyrst hefur að Ása og Narfi hyggist nú halda námskeið hjá Endurmenntunarstofnun í eftirpartý-fræðum og hvetjum við sem flesta kórmeðlimi til að skrá sig!

Akademónar í stuði á barnum!

Ég treð mér inn á mynd með Völu, Jóhönnu og Gunnu! Eins og þetta hefði verið sæt mynd ef ég hefði þurft að klessa mér þarna inn á!

Leynikærustuparið ég og Sverrir. Ekkert kemst upp á milli okkar ... nema ef vera skyldi sneið af A Little Trip to Heaven!

Ótrúlega sætar og brosmildar Ása og Halla!

Björg og Kristín voru sætar og seiðandi rétt eins og hjúkkurnar úr Rauðu seríunni. Alveg er ég viss um að þær fá hjörtu hávaxinna, herðabreiðra og dökkhærðra draumaprinsa sem liggja á Landspítalnum til að slá örar og heyrst hefur að þegar þær séu á vakt liggi notkun stuðtækja með öllu niðri!

Magga Stína og Hr. Ingi R. héldu uppi alveg brjáluðu stuði á dansgólfinu!

Meistarinn og Margaríta!

Takk fyrir skemmtilegustu árshátíð í manna minnum!