Apríldagbók 

                                                             2012

                   

Forsíða

Um okkur

Mín síða

Myndirnar okkar

Hafðu samband

Gestabókin okkar

 

Sunnudagurinn 15. apríl 2012

Allt í plati

Mér finnst rétt að afhjúpa það að myndirnar á forsíðunni eru allar fótósjoppaðar. Ég á að vísu ekkert fótósjopp forrit heldur nota bara ókeypis forrit af netinu og svo kann ég alls ekki að gera mig neitt sætari eða fjarlægja undirhökur eða neitt þannig en ég hef engu að síður breytt einu og öðru á þessum myndum. Og þetta finnst mér auðvitað nauðsynlegt að játa því ég vil að þið dáist að því hvað ég er ótrúlegur tölvusnilli!

Þegar ég tók myndirnar af okkur fjölskyldumeðlimunum fannst mér að það myndi vera rosalega sniðugt að leggja peysu í rétta bláa litnum svona léttilega við koddana sem við vorum með undir höfðinu. Þannig myndi þetta líta út eins og við værum í pikknikk og einhver hefði rétt si svona fleygt frá sér peysu í lit sem passaði fullkomlega við allt annað. Ég gerði mér grein fyrir að ekkert ykkar myndi kaupa þetta með pikknikkið en svona reyni ég að réttlæta alls konar vitleysu fyrir sjálfri mér. Alla vega, svona var til dæmis upprunalega myndin af Maríu:

Hins vegar vildi ég að myndirnar á forsíðunni væru verulega yfirlýstar og hvítar svona til að þær renni allar betur saman og saman við hvíta bakgrunninn. Þannig að ég setti filter á allar myndirnar, lýsti þær aðeins og fiktaði í litajafnvæginu. Þá varð myndin svona:

Nema hvað. Þegar ég var búin að taka allar myndirnar og setja saman fannst mér þessi peysa þarna vera allt of yfirgnæfandi og endurtekningasöm. Ég nennti hins vegar ekki fyrir mitt litla líf að taka nýjar myndir. Í fullkomnunaráráttubríma datt mér í hug að ég gæti kannski bara fjarlægt hana. Og viti menn, eftir dálitlar tilraunir endaði ég með þetta:

Þetta er myndin sem er á forsíðunni. Þegar maður veit af því sést alveg greinilega að mynstrið í teppinu þarna hægra meginn er allt í rugli. Þetta er sem sagt bara teppið vinstra meginn klippt til í ótal bútum og flutt yfir. En á lítilli mynd innan um margar aðrar þá tekur maður ekkert eftir þessu. Það sem er óeðlilegast á þessari mynd finnst mér t.d. vera þessi gráleiti skuggi á pífunni í kringum púðann þarna hægra meginn og hann er, eins og sjá má til staðar á upprunalegu myndinni og hefur því ekkert með þessar kúnstir mínar að gera.

Hér eru allar myndirnar saman:

Hér er myndin af Huga á sömu stigum málsins:

Á Huga myndum sést hvernig ég hef líka klippt þær til. Fyrst til að hafa myndbygginguna betri og stærðina meira í samræmi við myndir okkar hinna en síðan til að losna við sem mest af peysunni áður en ég fór að eyða henni út.

Þetta gerði ég við allar myndirnar nema þá af mér. Það var bara ekki séns að ætla að láta eitthvað tilklippt fix mæta svona dökku hári. Mína mynd þurfti ég því bara að klippa til þannig að peysan færi alveg út af. Sem betur fer var það hægt án þess að hún yrði alveg úr hlutföllum við hinar.

Þannig er nú það. Hér er svo albúm með marsmyndum - og þar hefur engu verið eytt út!

Vorbyrjun 2012

 

Forsíða     Um okkur     Mín síða     Myndirnar okkar     Hafðu samband     Gestabókin okkar