Apríldagbók 2010  

 

Forsíða

Um okkur

Mín síða

Myndirnar okkar

Hafðu samband

Gestabókin okkar

 

30. apríl 2010

Snjórinn er farinn!

Í hans stað, blúndur, blómálfar og rósir. Og ótrúlegt vesen! Þessi heimasíða mín er orðin svo mikil skrímsli og ég búin að flækja mig í svo fáránlega flóknu ferli við að koma upp bakgrunnum og myndum að það krefst margra daga yfirsetu að ætla að breyta einhverju. Þetta væri sjálfsagt allt miklu auðveldara ef ég kynni eitthvað á tölvur, hvað þá vefhönnun! Ég hef meira að segja stundum íhugað að borga einhverjum fyrir að taka þetta allt í gegn fyrir mig og fá það þá almennilega gert. En ég veit samt að þá yrði þetta aldrei svona Guðrúnarleg síða, svona léttklúðursleg og pínu halló. Og eins og það fer mikið í taugarnar á mér er það samt kannski líka það sem mér þykir vænst um við hana!

Forsíðan hefur breytt um svip frá því sem verið hefur. Nú prýðir hana aðeins ein mynd í stað fimm, allt í nafni einfaldleikans. Eða það var pælingin. Get ekki sagt að það hafi verið beint einfalt að taka sjálfsmynd þar sem fimm manns þurftu að vera þokkalega vel inn á og sæmilega hugguleg á svipinn! Sérstaklega ekki þegar einn reyndi ítrekað að skríða út úr mynd! Þetta er því léttklúðursleg og pínu halló mynd ... en þess vegna einmitt alveg fullkomin!

Allt eins og það á að vera!

 

Forsíða      Um okkur      Mín síða      Myndirnar okkar      Hafðu samband      Gestabókin okkar