Allt á kafi í snjó

Fannfergið undanfarna daga hefur sjálfsagt glatt mörg börn. Í það minnsta voru María og Hugi kampakát þegar þau fóru með pabba sínum út í snjóinn, renndu sér á sleða og reistu snjóhús!

Kát börn á sleða í Bárugötu.

Sleðinn reyndist fínn farskjóti til að koma þeim upp á Landakotstún þar sem hægt var að kútveltast og leika sér í snjónum. Huga þykir mikið gott að borða snjó ... og systur hans líka, reyndar jafnvel mömmunni!!!

Þetta fína „snjóhús“ útbjuggu systkinin ásamt pabba sínum.

María, snjórinn og kirkjan.

Kátt á hjalla í snjóhúsinu!!!