Ágústdagbók 

                                                           2011

 

Forsíða

Um okkur

Mín síða

Myndirnar okkar

Hafðu samband

Gestabókin okkar

 

Mánudagurinn 29. ágúst 2011

Hrunið

Í sumar fórum við í tvö löng ferðalög. Ég ætlaði að setja inn myndir úr fyrra ferðalaginu áður en við færum í það seinna, valdi myndir í albúm, byrjaði að setja síðuna upp en náði ekki að klára áður en við lögðum af stað. Í seinna ferðalaginu hrundi tölvan! Skjárinn varð svartur og hausinn á mér líka. Ég átti sem betur fer öryggisafrit af næstum því öllu en myndirnar úr fyrri ferðinni og allar glósurnar mínar sem ég skrifaði fyrir ritgerðina í sumar voru einhvers staðar fljótandi í hafi af 0 og 1. Eftir að við komum heim úr ferðalaginu náðum við einu sinni að kveikja á tölvunni og bjarga þessum skjölum á land. Húrra og halelúja. Síðan hefur allt verið svart aftur. Þangað til í dag. Allt í einu í dag þegar ég ákvað að prófa að kveikja á henni fór hún í gang og hefur gengið síðan. Og það sem mér fannst mest aðkallandi að gera var auðvitað að klára myndaalbúmið góða! Hér er það loksins komið:

Vinnuferð til Lysekil og Svenljunga

Ég hef ekki hugmynd um hversu lengi lífið endist í henni en ný talva verður pöntuð í kvöld svo vonandi verður ekki langt í næstu uppfærslu hér á síðunni eða næsta myndaalbúm úr langferð!

 

Forsíða     Um okkur     Mín síða     Myndirnar okkar     Hafðu samband     Gestabókin okkar