Ágústdagbók 2009   

 

 

Forsíða

Um okkur

Mín síða

Myndirnar okkar

Hafðu samband

Gestabókin okkar

 

20. ágúst 2009

Tóm

Frá því á mánudaginn hef ég verið með tvö glæný myndaalbúm tilbúin en hef alltaf frestað uppfærslu því mér hafa ekki dottið í hug nein sniðug orð til að láta fylgja þeim hér á minni síðu. Nú gengur þetta ekki lengur og hér koma því albúmin án nokkurs formála:

Ungviði og uppskera

Handavinnuppgjör

Og svo verður heldur enginn eftirmáli!

 

2. ágúst 2009

Hvunndagsafrek

Höfum við á Konsulentvägen afrekað það að taka til og þrífa húsið okkar þessa helgina? Nei! En við höfum afrekað ýmislegt annað ekki síður merkilegt og það sem meira er, jafnvel enn meira upplífgandi fyrir andann!

Í gær höfðum við okkur loksins á laugardagsmarkaðinn á Vaksalatorgi. Þar er ýmiss konar skran til sölu, blóm og svolítið af matvöru. Við keyptum dalíur, besta mangó í heimi sem fæst bara í ávaxta- og grænmetistjaldinu á torginu, aprikósur, smultron og bláber ... já og borvél! Ég treysti svo á að ég muni afreka það að baka New York Blueberry Cheesecake úr hluta berjanna á eftir.

Ég tíndi svona einn hundraðasta af rifsberjunum okkar og við gerðum rifsberjahlaup í fjórar krukkur. Áðan afrekaði María svo að baka vöfflur í fyrsta skipti. Afraksturinn af þessu tvennu var svo borinn á borð áðan og gerður góður rómur að!

Gráa rótin var lituð á Salon Einar meðan ég ruggaði litla drengnum án afláts í ömmustólnum með tánum!

Við drifum okkur loks í antiksölu hér við Vänge sem við höfum ætlað að heimsækja í allt sumar. Verslunin er ekki verslun í eiginlegri merkingu heldur samansafn fallegra hluta sem kona ein hefur sankað að sér og selur úr gamalli hlöðu við húsið sitt. Þar fann ég kertastjaka eins og mig hefur lengi langað í og borgaði hundraðkall fyrir parið! Ég hlakka mjög til að fara með alla antikáhugasama gesti á þennan stað!

Síðast en ekki síst setti ég inn nýtt albúm:

Tár, bros og sumarskór

Hvað með það þótt sólin skíni á rykuga fleti og iljarnir klístrist við gólfið nokkra daga í viðbót!

 

Forsíða      Um okkur      Mín síða      Myndirnar okkar      Hafðu samband      Gestabókin okkar