Afmælisveisla Maríu

 

Afmælisveisla Maríu var haldin þann 25. apríl og var mikið um dýrðir á Bárugötunni. Hæst bar að sjálfsögðu afmælistertan sem var glæsileg að vanda, gerð af Jódísi frænku sem í þetta sinn naut fulltingis Imbu ömmu á Bakkastöðum. María fékk alveg fullt af fallegum gjöfum og var auðvitað ánægð með þær allar.

Kisukakan glæsilega.

Og ekki var kötturinn einsamall því lítið músaskott fygldi fast á hæla hans.

Daman var eitthvað feimin þegar afmælissöngurinn var sunginn ...

... en jafnaði sig þó fljótt ...

... enda kominn tími til að blása á kertin. Var það að sjálfsögðu gert af miklum myndarskap!

Svanaprinsessudótið var án efa vinsælasta gjöfin. Hér sjást flestallar ungfrúrnar í afmælinu uppteknar af að setja það saman. Takmarkalaus aðdáunin leynir sér ekki!

Hugi sestur aftur við kökuborðið og tilbúinn í seinni lotu!!!