Síðbúin afmælisveisla hjá Huga

Eitthvað gekk nú illa að kalla saman vini og fjölskyldu til að samfagna tveggja ára afmæli Bárugötuprinsins. Annað hvort var pabbi að vinna eða mamma að skrifa ritgerð. Það var því ekki fyrr en 31. janúar sem hægt var að bjóða nokkrum krílavinum í kaffi og kökur.

Hér má sjá fínu hestakökuna sem Jódís frænka og guðmóðir bakaði sérstaklega handa Bárugötuprinsinum. Bak við Huga er hann Patti kisa ... Hugi var nefninlega helgarpabbi þessa helgi!!! Hann Patti á heima á Drafnarborg og skiptist á að heimsækja krakkana um helgina. Það var því skemmtileg tilviljun að hann fékk einmitt að vera viðstaddur afmæli Huga.

Jóni Tómasi leist ekkert vel á afmælissönginn ... Hugi var sjálfur orðinn hálfgrátklökkur undir lokin en ekki er vitað hvort það var vegna þess að hann væri hrærður eða hræddur!!!

Blásið á kertin.

Vinkonurnar María og Snædís gæða sér á veitingunum.

Afmælisbarnið var svo orðið frekar þreytt undir veislulok og endaði svona áður en allir gestirnir voru farnir. Það var hins vegar ekki viðlit að fá að klæða hann úr fína jakkanum áður en hann lagðist til svefns!!!