Æfingabúðir í Skálholti

Eldsnemma að morgni laugardagsins 12. mars hélt Mótettukórinn í Skálholt til að syngja og gleðjast saman yfir eina helgi. Þetta var einstaklega vel heppnuð ferð eins og eftirfarandi myndir sýna!

Aðstaðan í Skálholti var frábær og við byrjuðum strax að æfa í Oddstofunni (eða eitthvað svoleiðis). Farið var yfir allmörg verkefni fyrir vortónleikana sem hrein unun var að syngja. Æfingin stóð til hádegis en þá tókum við okkur stutt hlé!

Sverrir og Katrín Inga (Brynhildar- og Gunnarsdóttir) náðu einstaklega vel saman. Sú stutta strauk honum blíðlega um kinn eða vildi kúra í hálsakoti. Þetta fer honum vel, stráknum!

  

Kórstjórinn skellti í ljúffengar lummur handa mannskapnum í hádeginu og þeir Zophonías hjálpuðust að við að steikja þær á gasskrímslinu.

Þó að gasferlíkið hafi ráðið lögum og lofum í eldhúsinu var ég einstaklega hrifin af þessari gömlu Rafha eldavél sem stóð á miðju gólfi!

Eftir meiri æfingar, eina kaffipásu og enn meiri æfingar var svo komið að kvöldmat. Við útbjuggum mexíkanskar tortillur í sameiningu og sannreyndum að margar hendur vinna létt verk! Hér eru Ingibjartur og Ingibjörg að skera niður grænmeti og njóta við það aðstoðar Hlyns Inga.

Ragnheiður í eldhúsinu eitthvað að fást við ost!

Kristín Þóra og Helle hressar í paprikuskurði.

Við Kristín mundum hnífana!

Egill og hinar kanadísku Melanie og Eliza búa sig undir að leggja á langborðið.

Sigga Ásta og Hrefna sáu um hakkið og elduðu með tilþrifum!

Við herbergisfélagarnir vorum hress. Síðar um kvöldið brugðum við okkur í dulargervi og urðum gjörsamlega óþekkjanleg! Því miður er engin mynd til af því!

Það tók aðeins rétt rúman hálftíma að elda kvöldmat handa öllu liðinu og við tók skemmtileg kvöldstund við langborðið.

Ása fær sér sopa.

Halldís og Kristín sætar.

Eitthvað er tannhirðu kórfélaga ábótavant ... hmmm!

Við tók kvöldvaka og skrall fram á nótt. Þeir allra hörðustu skelltu sér í pottinn þrátt fyrir frosthörkurnar en við hin reyndum okkar besta til að heilla þau upp úr með fögrum keðjusöng ... það virkaði ekki! Hið dramatíska tónverk „Vonbrigði við pottinn“ var samið í kjölfarið.

Daginn eftir vöknuðum við hress og kát ...

... eða flestir að minnsta kosti!

Eftir stutta æfingatörn héldum við út í Skálholtskirkju og þar lukum við þessari frábæru ferð með því að syngja nokkur verkanna sem við höfðum æft yfir helgina. Kirkjan skartaði sínu fegursta þegar sólin skein inn um marglita gluggana.

Og þannig lauk æfingabúðum í Skálholti. Over and out!