Aðventukrans
og fyrsti sunnudagur í aðventu 2009

Allt venju samkvæmt hér á Konsulentvägen!

Í ár vorum við með sérstakan aðstoðarsvein sem sá til þess að kransagerð yrði nú örugglega ekki lokið fyrir miðnætti (enda væri það algjört brot á hefðum!). Á myndinni má auk aðstoðarmannsins og kransahnýtara sjá glæsilegar veitingar sem boðið var upp á. Að auki var létt-jólabjór sérbruggaður hér í Uppsölum á borðum.

Kransahnýtaranum er eiginlega alveg sama þótt töf verði á kransagerðinni!

Hluti af skrautinu mátaður ... lofar góðu?

Kransinn í allri sinni dýrð að morgni fyrsta sunnudags í aðventu!

Að þessu sinni var kransinn bara hnýttur úr einni gerð greina, lingonlyngi.

Og skrautið samanstóð af þessum hvítu jólakúlum, hvítum blúnduborðum, hjartatölunum góðu og svo þessum ægifögru hvítu keramikfuglum sem eru 40 ára gamlir og keyptir af henni Dönu, ægilega indælli konu í Nýju Mexíkó!

Fuglarnir á kransinum eru tvenns konar, þessi snýr höfðinu aftur.

Á fyrsta sunnudegi í aðventu erum við vön að baka eplaskífur og snæða um leið og kveikt hefur verið á fyrsta kertinu. Í fyrra vorum við Einar að vísu með stórkostlegt aukanúmer en við völdum einmitt þetta augnablik til að segja Maríu og Huga að þau ættu von á litlu systkini! Sú stund er ógleymanleg og gerir daginn enn sérstæðari.

Enginn vissi þá að að ári liðnu yrði það einmitt þessi litli Baldur Tumi sem myndi kveikja á fyrsta kertinu með okkur! Hann er enn stórkostlegri en við gátum nokkurn tímann gert okkur í hugarlund!

Mikið er ég þakklát fyrir að Einar langaði í eplaskífupönnu í afmælisgjöf þarna um árið!

„Við kveikjum einu kerti á ...“ Baldur Tumi hefur meiri áhuga á sultunni en kertaathöfninni!

Að hugsa sér að eiga allt þetta ríkidæmi!!!

Baldur Tumi fór í jólasamfellu í tilefni dagsins ... og mamma hans var í Grýlubúning!

Þetta var ekki bara fyrsti fyrsti sunnudagur í aðventu í lífi Baldurs Tuma heldur fékk hann líka fyrstu grautarskeiðarnar sínar!

Efasemdafullur!

Þarf ekki eitthvað að hjálpa til við þetta?!

Ég er búin að vera að skanna inn gamlar myndir af mér, Einari, Maríu og Huga til að geta borið okkur saman við Baldur Tuma og áttað okkur betur á hverjum hann líkist. Það albúm er væntanlegt innan skamms! Í leit minni að heppilegum myndum rakst ég á myndir af fyrstu aðventustundum Maríu og Huga og finnst tilvalið að skella þeim með hér. Hér er María rétt rúmlega sjö mánaða á Vesturgötunni.

Og hér er Hugi tæplega ellefu mánaða á Bárugötunni (og María rúmlega tveggja og hálfs). Á þessum myndum má einnig sjá hversu miklum stökkbreytingum aðventukransinn hefur tekið í gegnum tíðina. Samt er hann alltaf fallegasti krans í heimi!

Að venju er svo rétt að ljúka þessu á gömlum myndum frá sama degi:

Aðventukransinn 2008

Aðventukransinn 2007

Fyrsti sunnudagur í aðventu 2007

Aðventukransinn 2006

Aðventukransinn 2005

Aðventukransinn 2004

Aðventukransinn 2003