Á aðventu

Alls konar vetrarstúss hjá okkur á Konsulentvägen 2b

Tæknilega séð var aðventan nú ekki byrjuð þarna en þessi kósí mynd af fótunum á mér í hvíldarstöðu snemma að morgni 1. desember fær að fylgja með!

         

Baldur Tumi fékk jóladagatal í fyrsta sinn og varð yfir sig hrifinn af fyrirbærinu. Ég sé reyndar eftir að hafa ekki keypt jólalegra dagatal en bæti fyrir það á næsta ári. Hann stendur sig annars mjög vel og veit alveg að það má bara borða einn mola á dag. Hins vegar finnst honum að það hljóti að vera í lagi að opna nokkra glugga og kíkja á hvernig molar eru þar fyrir innan!

Í byrjun desember var önnur danssýning hjá Huga og nú í streetdansinum. Hér er mynd af hópnum þar sem Hugi er alveg í hvarfi. Ég held reydnar mögulega að þetta sé nefið á honum sem stingst þarna fram undan strák númer tvö frá hægri! Það náðist því miður engin betri mynd en dansinn er til á myndbandi!

Amma var í heimsókn hjá okkur og kom auðvitað með á danssýninguna. Eftir að henni var lokið röltum við um í bænum og fengum okkur kaffi og kökur á Landings.

Næstum öll fjölskyldan. (Baldur Tumi er þarna að bonda við lítið barn á næsta borði en hann er algjörlega heillaður af litlum börnum og vill iðulega fara í mömmó með Huga þar sem Hugi á að vera litla barnið en hann mamman!)

Við mamma gerðum smá konfekt handa fuglunum meðan hún var í heimsókn hjá okkur og hengdum svo út í eplatré.

Við bræddum kókosfeiti, settum fræ og hnetur út í, helltum blöndunni svo í ýmis form og stungum bandspottum ofan í og létum storkna.

Og til að punta bundum við kanelstangir í spottana.

Í fyrstu voru litlu fuglarnir mínir áhugasamir um gömlu hneturnar og fræin (sjáið þið litlu blámeisuna þarna til hægri?) ...

... en svo voru þeir alveg til í að kíkja á þetta nýja góðgæti líka. Ekki veitir af að hafa nóg af fæðu handa þeim þegar það er svona kalt úti.

Þessi er að spá í hvort hann eigi að prófa eitthvað nýtt.

         

Smávinir fagrir, foldar skart!

Svo rann afmælisdagurinn hans Einars upp. 39 ára varð hann þetta árið. Mamma var enn hjá okkur þennan morgun en á leiðinni til Íslands seinna sama dag. Hún náði sem sagt rétt svo hinu hefðbundna afmælismorgunkaffi.

Upp úr einum pakkanum kom bókin Allt om ved! Eitthvað fyrir mikinn áhugamann um viðarstöflun og fleira!

Baldri Tuma fannst gaman að fylgjast með pabba opna pakkana.

Feðginin skemmtu sér líka.

Reyndar var ekki alveg allt með hefðbundnu sniði þennan afmælismorgun því við vorum með sótarann í heimsókn á sama tíma! Og það var ekki það eina, síðar um daginn gerði mikið óveður hér á okkar landsvæði svo það gekk erfiðlega að koma mömmu á flugvöllin og þegar hún var loks komin þangað (með rútu þar sem lestarkerfið var lamað og ég lagði ekki í að keyra) kom í ljós að nánast allt flug lá niðri. Enn seinna hættu svo strætóarnir að ganga þannig að um tíma var útlit fyrir að afmælisbarnið yrði fast í vinnunni fram á næsta dag! Óvenjulegur dagur svo ekki sé meira sagt!

Hugi var nývaknaður en sætur.

         

Upp úr einum pakkanum komu ný skyrta og buxur ... kannski ekki mjög frumlegar gjafir en komu í góðar þarfir!

Á þessum tímapunkti var ég búin að sækja Baldur Tuma í leikskólann löngu fyrir áætlaðan tíma, mamma var föst á Arlanda og óvíst hvort Einar kæmist heim úr vinnu. Á Arlanda sögðu menn daginn eftir að þeir hefðu mokað 200.000 rúmmetrum af snjó en allan veturinn í fyrra hefðu þeir mokað 250.000 rúmmetrum! Það snjóaði sem sagt á einum degi um 80% af þeim snjó sem kom yfir margra mánaða tímabil síðasta vetur!

Og svo var skafrenningur sem gerist eiginlega aldrei hér! Á þessum tímapunkti var reyndar farið að draga úr úrkomunni, ljóst að vélin hennar mömmu væri loks lögð af stað frá Íslandi og að það færi einn strætó í lok vinnudags hingað til Vänge sem Einar gæti náð svo ég var ögn rólegri.

Afmælisdrengurinn fékk huggulegar móttökur þegar hann komst heim!

         

Hugi gisti hjá Jesper vini sínum um síðustu helgi og þegar við komum að sækja hann á laugardeginum voru þeir félagarnir svo glaðir að renna sér á sleða að við fengum ekki af okkur að draga Huga í leiðinlega bæjarferð eins og til stóð. Hann fékk því góðfúslegt leyfi til að framlengja heimsóknina um nokkra tíma. Þeir voru búnir að búa til stökkbretti og allt!

Í bæjarferðinni fjárfesti ég í nýjum vetrarskóm mér til mikillar gleði. Gömlu skórnir mínir voru svo sem ágætir en að byrja áttunda veturinn sinn og orðnir nokkuð sjúskaðir. Ég var reyndar lengi að reyna að réttlæta kaup á nýjum skóm fyrir mér þar sem mér fannst það varla nógu góð ástæða að þeir sem ég ætti væru orðnir ljótir en þar sem ég sat í skóbúðinni uppgötvaði ég að ég var nánast komin í gegnum sólana á þeim bæði á hæl og undir tábergin, sérstaklega á hælunum! Mér höfðu einmitt þótt þeir svo óþægilegir í fyrra og núna í haust og fannst svo skrýtið að það var næstum eins og hællinn væri lægri en restin af fætinum auk þess sem ég varð hræðilega þreytt af að ganga á þeim. Kannski ekki skrýtið þar sem botninn var bara orðinn eins og á kínaskóm á sumum stöðum! Eftir þessa uppgötvun átti ég ekkert erfitt með að réttlæta kaup á nýjum skóm!

Ég er rosalega ánægð með nýju skóna sem eru úr leðri og klæddir með ekta gæruskinni. Svo er botninn svo góður að þetta er bara eins og að vera komin á nagladekk. Þeir eru að vísu enn svolítið stífir en hljóta að mýkjast hratt upp núna þegar ég kvíði ekki lengur að fara út af því að ég þurfi að ganga um á kínaskó-bomsum. Já, nú er hún Gunna á nýju skónum!

Við skruppum aðeins út í sveit í gær á öðrum sunnudegi í aðventu. Það var svona -15-17° og þétt þoka víða svo allt var hvítt af hrími.

Óendanlega fallegt!

         

Heima í okkar garði hafði hrímið sest á rósarunnana.

Garðshliðið stóð opið og bauð okkur velkomin heim aftur.

Viðarstaflinn gaf fyrirheit um hlýtt hús næstu vikurnar.

En það verður sjálfsagt eitthvað í að við fáum nýja íbúa í þetta hús.

     

Fær maður einhvern tímann of mikið af kakói og eplaskífum? Ekki höldum við á Konsulentvägen. Baldur Tumi vill þó hafa mjólk í sínu kakói og bjargar sér sjálfur.

Tvö ljós og tvö ljós.

Girnilegur kakóbolli! Þennan bolla fékk ég frá fólkinu mínu í verðlaun fyrir nýskrifaða ritgerðarkaflann ásamt jólamúmínbolla ársins. Að ógleymdum bleika humrinum auðvitað.

Og eplaskífurnar maður lifandi!

María sæt, Einar ekki alveg með'etta.

Þessi var betri!

Litli glókollurinn.

Og Hugi minn, alltaf svo fallegur.

Ullarnærfötin eru málið þessa dagana. Það veit Baldur Tumi sem elskar að vera bara í „kósýbuxum“ hér heima við.

Hej då!