Maímyndir

 

Á verkalýðsdaginn fattaði María hvað það getur verið gaman að sitja með litla bróður í fanginu og horfa saman á spólu.

Hér er María búin að elda þetta fína „kjöt“ handa mömmu sinni!

Þann 19. maí var María orðin lasin og þurfti að vera heima hjá mömmu og Huga. Hér er hún samt nokkuð brött að fá sér kex og mjólk.

Það er nú voðalega heppilegt þegar maður er veikur heima að eiga svona lítinn bróður sem nennir að leika við mann.

Daginn eftir var María enn veik. Hér eru þau Hugi að lita eða er Hugi kannski aðalleg að borða litina?

Svo verður maður bara voðalega sár þegar manni er bannað að borða litina!

Mamma gerði þessar fínu Línu langsokk fléttur í Maríu.

 

Svo þurfti maður náttúrulega að hlusta á Línulagið fyrst maður var kominn með svona fínar fléttur og syngja hástöfum með!!! Svo var skipt í hlutverk, María var Lína, Hugi var Níels api en mamma fékk að vera hesturinn!!!