17. júní 2004

Gleðilega þjóðhátíð!!!

Hugi og María héldu upp á þjóðhátíðardaginn með því að draga mömmu niður í bæ til að kaupa blöðrur ... eða var það kannski hún sem dró þau með sér til að hlusta á fjallkonuna?!

Í öllu falli voru blöðrurnar keyptar og fengu þau systkinin hvort sína gerðina, báðar þó með Nemo. Það var reyndar varla stætt úti fyrir roki og því svolítið erfitt að halda á blöðrunum án þess að missa þær upp í himinhvolfið! Allt fór þó vel og komust þær báðar með heim!

Hugi hafði þó ekki mikla einbeitingu í fyrirsætu störf ... eins og sjá má! Hann tók líka daginn snemma og dró pabba sinn á fætur rétt um sexleytið! María stóð sig eins og hetja á bæjarþramminu nema henni fannst ávarp forsætisráðherra heldur leiðinlegt og þverneitaði að hlusta á það!

En það voru ekki bara keyptar blöðrur í bænum heldur líka þessir ótrúlega flottu sleikjóar!

Svo verð ég eiginlega að fá að monta mig af teppinu sem þarna er á stólarminum og lenti óvart inni á myndinni. Það kostaði mig blóð, svita og tár að prjóna þetta og ég verð meira að segja fræg í „prjónaundirheimunum“ fyrir vikið!

Það þótti sérdeilis skemmtilegt að „skála“ með sleikjóunum!

Hugi varð fljótt alveg glæsilegur útlits og mamman var fljót að skella á hann smekk til að hlífa fatnaðinum við þessum ótrúlega rauða matarlit!

María og Hugi óska landsmönnum öllum, nær og fjær, gleðilegrar þjóðhátíðar!!!