1. - 3. apríl

Apríl fer vel af stað hjá okkur á Bárugötunni enda mikill gleðimánuður. Það styttist óðum í páska og þann 23. rennur loks upp afmælisdagur Maríu sem mikið hefur verið beðið eftir!

Hugi er orðinn ótrúlega duglegur að pissa í koppinn svona heima við. Þegar komið er að stóru stundinni hleypur hann sjálfur, sækir koppinn, sest á og sýnir svo stoltur afraksturinn!

Systkinin tóku smá forskot á páskana og fengu sér egg sem Birna frænka hafði sent þeim.

Hugi var kátur með veitingarnar!

Á laugardeginum var okkur boðið í heimsókn á Bakkastaði ásamt Jódísi og Hrappi. Hér eru María og Hugi að leggja í hann. Unnendur síðunnar eru vinsamlegast beðnir að horfa fram hjá jólaskrautinu sem enn prýðir handriðið!!!

Á Bakkastöðum var að sjálfsögðu boðið upp á ís! Hugi lét sér vel líka.

María líka ...

... og Hrappur!

María heimtaði að fá að skrifa bréf til Silju sem eitt sinn bjó á Bakkastöðum en er nú á flakki um heiminn. Hér er hún að myndast við að skrifa „Silja ekki gleyma okkur“ en það var henni mikið mál að sú bón kæmist til skila!

Elli og krakkarnir spila og syngja lagið um Línu langsokk ... frekar mikið stuð!

Sætir frændur raða steinum úti á palli!

Eitthvað verið að leika úti í móa.